Gylfi hefur skorað fjögur mörk á Anfield: Bætir hann við marki í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2019 11:30 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki á Anfield. Getty/ Alex Dodd Gylfi Þór Sigurðsson heldur vonandi byrjunarliðssæti sínu í kvöld þegar Everton liðin heimsækir nágranna sína og topplið ensku úrvalsdeildarinnar í Liverpool. Íslenski landsliðsmaðurinn þekkir þá tilfinningu vel að skora á móti Liverpool á Anfield. Gylfi hefur skorað fjögur mörk á Anfield á ferlinum, eitt fyrir Reading, tvö fyrir Swansea og eitt fyrir Everton. Gylfi hefur alls leikið fimmtán keppnisleiki á móti Liverpool sem er það lið sem hann hefur mætt oftast í mótsleik á Englandi. Gylfi hefur aftur á móti skorað einu marki meira á móti Chelsea, Southampton og Manchester United.Gylfi Sigurdsson has scored four goals against Liverpool - all have come at Anfield. pic.twitter.com/g9QuhVcOCR — Tifo Football (@TifoFootball_) January 6, 2018 Það sem vekur þó athygli með markaskor hans á móti Liverpool að öll fjögur mörk Gylfa á móti þeim rauðklæddu hafa komið á Anfield. Gylfi kann reyndar vel við sig á stærstu völlum Englands því hann hefur líka skorað fjögur mörk á Old Trafford. Fyrsta mark Gylfa á Anfield kom í bikarleik með Reading 13. janúar 2010. Gylfi jafnaði þá metin í 1-1 úr vítaspyrnu í uppbótatíma og tryggði Reading framlengingu þar sem Reading skoraði síðan sigurmarkið. Annað mark Gylfa á Anfield kom í deildarleik með Swansea City 29. desember 2014. Gylfi minnkaði þá muninn í 2-1 á 52. mínútu en Liverpool vann leikinn 4-1 þökk sé mörkum frá Adam Lallana (2), Alberto Moreno og Jonjo Shelvey. Þriðja mark Gylfa á Anfield kom í 3-2 deildarsigri Swansea 21. janúar 2017. Gylfi skoraði þá sigurmark Swansea á 74. mínútu eftir að Liverpool liðið hafði unnið upp tveggja marka forskot velska liðsins. Roberto Firmino skoraði bæði mörk Liverpool liðsins. Fjórða og síðasta mark Gylfa á Anfield kom síðan í bikarleik 5. janúar 2018. Liverpool vann leikinn 2-1 þökk sé sigurmarki frá Virgil van Dijk í hans fyrsta leik í búningi Liverpool. Gylfi hafði jafnaði metin í 1-1 á 67. mínútu en James Milner kom Liverpool í 1-0 á 35. mínútu.Everton fans celebrating Gylfi Sigurdsson's goal at Anfield a few months ago. Some geniune movement and a little pyro, them fans put a shift in. #Everton#EFC#LFC#Liverpoolpic.twitter.com/m95rtm7njU — Genuine Movement (@GenuineLimbs) May 17, 2018Flestir keppnisleikir Gylfa á móti einu liði á Englandi: Liverpool 15 Chelsea 14 Leicester City 14 West Bromwich Albion 11 West Ham 11 Tottenham 11 Newcastle 11 Watford 11Flestir keppnismörk Gylfa á móti einu liði á Englandi: Chelsea 5 Southampton 5 Manchester United 5 Liverpool 4 West Bromwich Albion 4 Crystal Palace 4 Everton 4 Fulham 4Getty/ Andrew Powell Enski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson heldur vonandi byrjunarliðssæti sínu í kvöld þegar Everton liðin heimsækir nágranna sína og topplið ensku úrvalsdeildarinnar í Liverpool. Íslenski landsliðsmaðurinn þekkir þá tilfinningu vel að skora á móti Liverpool á Anfield. Gylfi hefur skorað fjögur mörk á Anfield á ferlinum, eitt fyrir Reading, tvö fyrir Swansea og eitt fyrir Everton. Gylfi hefur alls leikið fimmtán keppnisleiki á móti Liverpool sem er það lið sem hann hefur mætt oftast í mótsleik á Englandi. Gylfi hefur aftur á móti skorað einu marki meira á móti Chelsea, Southampton og Manchester United.Gylfi Sigurdsson has scored four goals against Liverpool - all have come at Anfield. pic.twitter.com/g9QuhVcOCR — Tifo Football (@TifoFootball_) January 6, 2018 Það sem vekur þó athygli með markaskor hans á móti Liverpool að öll fjögur mörk Gylfa á móti þeim rauðklæddu hafa komið á Anfield. Gylfi kann reyndar vel við sig á stærstu völlum Englands því hann hefur líka skorað fjögur mörk á Old Trafford. Fyrsta mark Gylfa á Anfield kom í bikarleik með Reading 13. janúar 2010. Gylfi jafnaði þá metin í 1-1 úr vítaspyrnu í uppbótatíma og tryggði Reading framlengingu þar sem Reading skoraði síðan sigurmarkið. Annað mark Gylfa á Anfield kom í deildarleik með Swansea City 29. desember 2014. Gylfi minnkaði þá muninn í 2-1 á 52. mínútu en Liverpool vann leikinn 4-1 þökk sé mörkum frá Adam Lallana (2), Alberto Moreno og Jonjo Shelvey. Þriðja mark Gylfa á Anfield kom í 3-2 deildarsigri Swansea 21. janúar 2017. Gylfi skoraði þá sigurmark Swansea á 74. mínútu eftir að Liverpool liðið hafði unnið upp tveggja marka forskot velska liðsins. Roberto Firmino skoraði bæði mörk Liverpool liðsins. Fjórða og síðasta mark Gylfa á Anfield kom síðan í bikarleik 5. janúar 2018. Liverpool vann leikinn 2-1 þökk sé sigurmarki frá Virgil van Dijk í hans fyrsta leik í búningi Liverpool. Gylfi hafði jafnaði metin í 1-1 á 67. mínútu en James Milner kom Liverpool í 1-0 á 35. mínútu.Everton fans celebrating Gylfi Sigurdsson's goal at Anfield a few months ago. Some geniune movement and a little pyro, them fans put a shift in. #Everton#EFC#LFC#Liverpoolpic.twitter.com/m95rtm7njU — Genuine Movement (@GenuineLimbs) May 17, 2018Flestir keppnisleikir Gylfa á móti einu liði á Englandi: Liverpool 15 Chelsea 14 Leicester City 14 West Bromwich Albion 11 West Ham 11 Tottenham 11 Newcastle 11 Watford 11Flestir keppnismörk Gylfa á móti einu liði á Englandi: Chelsea 5 Southampton 5 Manchester United 5 Liverpool 4 West Bromwich Albion 4 Crystal Palace 4 Everton 4 Fulham 4Getty/ Andrew Powell
Enski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira