Erlent

Sakar Tru­deau um að vera tvö­faldan í roðinu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Þjóðarleiðtogar ræða saman í Buckingham-höll.
Þjóðarleiðtogar ræða saman í Buckingham-höll.
Myndband sem sýnir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands og Emmanuel Macron Frakklandsforseta gera grín á kostnað Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur farið sem eldur í sinu á samfélagsmiðlum í dag.

Þjóðarleiðtogarnir virtust hafa gleymt því um stundarsakir að þeir væru staddir í boði í Buckingham-höll og umkringdir blaðamönnum en þeir hæddust að frammistöðu Trumps á blaðamannafundi Atlantshafsbandalagsins og hlógu.

Trump var í dag inntur eftir viðbrögðum við myndskeiðinu. Hann brást ókvæða við og sakaði Trudeau um að vera tvöfaldan í roðinu. Sannleikurinn væri sá að Kanadamenn legðu ekki tvö prósent af landsframleiðslu sinni til Atlandshagsbandalagsins, líkt og þeim bæri að gera, því þeir ættu enga peninga.

Boris Johnson var einnig spurður út í myndskeiði en hann gerði lítið úr því og þóttist raunar koma af fjöllum.

Sjá myndbandið að neðan. 


Tengdar fréttir

Anna prinsessa yppti öxlum og heilsaði ekki Trump

Svo virtist sem Elísabet II Englandsdrottning væri hissa á því að dóttir sín, Anna prinsessa, stæði ekki með sér og Karli Bretaprins til þess að taka á móti Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og konu hans, Melaniu Trump, við móttöku í Buckingham-höll í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×