Lífið

Anna prinsessa yppti öxlum og heilsaði ekki Trump

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Anna prinsessa í móttökunni í höllinni í gær.
Anna prinsessa í móttökunni í höllinni í gær. vísir/Getty

Svo virtist sem Elísabet II Englandsdrottning væri hissa á því að dóttir sín, Anna prinsessa, stæði ekki með sér og Karli Bretaprins til þess að taka á móti Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og konu hans, Melaniu Trump, við móttöku í Buckingham-höll í gær.

Drottningin bauð þjóðarleiðtogum til móttöku í tilefni 70 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins (NATO) en á meðal þeirra sem mættu í móttökuna var Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.

Í myndbandi sem tekið var í höllinni í gær þar sem Trump og Melania mæta til móttökunnar sést Anna prinsessa vera fyrir aftan þau.

Hún stendur svo í dyrunum á meðan hjónin heilsa drottningunni og prinsinum en á einum tímapunkti bendir móðir hennar til hennar.

Anna yppir þá öxlum og er viðstöddum nokkuð skemmt, að minnsta kosti hlæja þeir að atvikinu sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.