Erlent

Skotnir til bana grunaðir um að nauðga og myrða unga konu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frá mótmælum í Hyderabad í vikunni.
Frá mótmælum í Hyderabad í vikunni. vísir/getty

Lögreglan á Indlandi skaut í morgun fjóra menn til bana sem allir voru grunaðir um að nauðga og síðan myrða unga konu sem starfaði sem dýralæknir í Hyderabad héraði í síðustu viku.

Mennirnir voru allir í varðhaldi og í morgun voru þeir fluttir að þeim stað þar sem glæpurinn var framinn.

Lögregla segir að þar hafi morðingjarnir reynt að flýja af vettvangi og ná skotvopnum af lögreglumönnunum sem brugðust við með því að skjóta þá til bana.

Mikil mótmæli höfðu verið í Hyderabad vegna málsins og lögregla sökuð um að gera lítið í málinu eftir að lík dýralæknisins, sem var 27 ára gömul, fannst illa útleikið. Tveir lögreglumenn særðust í átökunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.