Erlent

„Stórvaxni húðflúraði Íslendingurinn“ reyndist vera Hollendingur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Amager torgið í Kaupmannahöfn er nálgægt umræddri Helligåndskirken.
Amager torgið í Kaupmannahöfn er nálgægt umræddri Helligåndskirken. Getty/PhotographerCW

Karlmaður sem handtekinn var á Burger King við Ráhústorgið í Kaupmannahöfn á laugardaginn grunaður um að hafa stungið mann fyrir utan bar á Strikinu síðasta laugardag, nálægt kirkjunni Helligåndskirken, er Hollendingur. 

Íslenskir miðlar fjölluðu um málið í gær og vísuðu í frétt Ekstrabladet þar sem fram kom að um stórvaxinn húðflúraðan Íslending væri að ræða. Greindi sjónarvottur frá því að hinn meinti Íslendingur hefði átt í slagsmálum við fórnarlambið áður en hann stakk manninn í hálsinn með hníf meðan hann lá á jörðu niðri.

Troels Jensen, fjölmiðlafulltrúi lögreglunnar í Kaupmannahöfn, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að hinn grunaði í málinu sé Hollendingur.

Ekstrabladet hefur eftir lögreglunni í Kaupmannahöfn á laugardag að fórnarlambið væri komið úr lífshættu og hlyti aðhlynningu á Rigshospitalet. Var það þá mat lögreglu að um væri að ræða einangrað atvik milli tengdra manna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.