Enski boltinn

Lampard má kaupa leikmenn í janúar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frank Lampard.
Frank Lampard. Getty/Jean Catuffe/

Alþjóða Íþróttadómstóllinn úrskurðaði í dag að félagsskiptabann Chelsea skyldi stytt um helming sem þýðir að enska úrvalsdeildarliðið hefur lokið banni sínu.

Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, getur því keypt nýja leikmenn til félagsins í janúarglugganum.Frank Lampard tók við Chelsea í sumar en gat ekki fengið nýja leikmenn til liðsins þar sem félagið var í félagsskiptabanni hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu.

Bannið átti að ná til tveggja félagskiptaglugga eða sumarið 2019 og svo janúar 2020.

Lampard fékk leikmenn aftur til baka úr láni og margir þeirra hafa farið á kostum það sem af er tímabilsins. Lampard hefur gefið ungum leikmönnum tækifæri í vetur og fengið lof fyrir.

Chelsea áfrýjaði jafnframt banninu til CAS, Alþjóða Íþróttadómstólsins, eftir að áfrýjunardómstóll FIFA vísaði áfrýjun Chelsea frá.

Niðurstaðan barst síðan í dag og það voru góðar fréttir fyrir Chelsea.

Chelsea hefur ávallt verið öflugt á félagskiptamarkaðnum og það verður því athyglisvert að sjá hvaða leikmenn Frank Lampard reynir að kaupa í næsta mánuði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.