Enski boltinn

Lampard má kaupa leikmenn í janúar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frank Lampard.
Frank Lampard. Getty/Jean Catuffe/
Alþjóða Íþróttadómstóllinn úrskurðaði í dag að félagsskiptabann Chelsea skyldi stytt um helming sem þýðir að enska úrvalsdeildarliðið hefur lokið banni sínu.Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, getur því keypt nýja leikmenn til félagsins í janúarglugganum.Frank Lampard tók við Chelsea í sumar en gat ekki fengið nýja leikmenn til liðsins þar sem félagið var í félagsskiptabanni hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu.Bannið átti að ná til tveggja félagskiptaglugga eða sumarið 2019 og svo janúar 2020.Lampard fékk leikmenn aftur til baka úr láni og margir þeirra hafa farið á kostum það sem af er tímabilsins. Lampard hefur gefið ungum leikmönnum tækifæri í vetur og fengið lof fyrir.Chelsea áfrýjaði jafnframt banninu til CAS, Alþjóða Íþróttadómstólsins, eftir að áfrýjunardómstóll FIFA vísaði áfrýjun Chelsea frá.Niðurstaðan barst síðan í dag og það voru góðar fréttir fyrir Chelsea.Chelsea hefur ávallt verið öflugt á félagskiptamarkaðnum og það verður því athyglisvert að sjá hvaða leikmenn Frank Lampard reynir að kaupa í næsta mánuði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.