Erlent

Játaði að hafa hrint sex ára dreng fram af Tate Modern

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Drengurinn, sem er franskur, var staddur ásamt fjölskyldu sinni á listasafninu þegar Bravery skyndilega hrindir honum fram af útsýnispallinum.
Drengurinn, sem er franskur, var staddur ásamt fjölskyldu sinni á listasafninu þegar Bravery skyndilega hrindir honum fram af útsýnispallinum. Vísir/ap

Jonty Bravery, 18 ára táningur sem hrinti sex ára dreng fram af tíundu hæð listasafnsins Tate Modern í Lundúnum í haust, játaði í dag fyrir dómi að vera sekur um tilraun til manndráps.

Bravery hefur verið í haldi lögreglu síðan árásin átti sér stað þann 4. ágúst.

Drengurinn, sem er franskur, var staddur ásamt fjölskyldu sinni á listasafninu þegar Bravery skyndilega hrindir honum fram af útsýnispallinum.

Saksóknari sagði fyrir dómi í dag að við fallið hefði drengurinn hefði hlotið áverka sem munu há honum alla ævi.


Tengdar fréttir

Drengurinn er franskur ferðamaður

Sex ára drengurinn sem var hent niður af tíundu hæð á Tate Modern listasafninu í gær er franskur ferðamaður. Hann var á ferðalagi um Bretland með fjölskyldu sinni að sögn lögreglunnar í Lundúnum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.