Erlent

Lést af sárum sínum eftir að kveikt var í henni á leið í dómsal

Atli Ísleifsson skrifar
Nauðganir og kynferðisofbeldi hefur mikið verið í umræðunni á Indlandi eftir hópnauðgun og morð á ungri konu um borð í strætisvagni í Delí í desember 2012.
Nauðganir og kynferðisofbeldi hefur mikið verið í umræðunni á Indlandi eftir hópnauðgun og morð á ungri konu um borð í strætisvagni í Delí í desember 2012. Getty
Kona á Indlandi, sem hópur manna bar eld að þegar hún var á leið í dómsal til að bera vitni gegn meintum nauðgurum sínum, er látin af völdum sára sinna.BBC segir frá því að hin 23 ára kona hafi látið lífið í gær eftir að hafa fengið hjartaáfall á sjúkrahúsi í höfuðborginni Nýju-Delí. Hún var með brunasár á 90 prósent líkamans.Ráðist var á konuna á fimmudag þar sem hún var á leið í dómsal til að bera vitni gegn tveimur mönnum sem hún sakaði um að hafa nauðgað sér í borginni Unnao í Uttar Pradesh í mars síðastliðinn.Lögregla á Indlandi segir að fimm menn, þar á meðal meintir nauðgarar konunnar, hafi verið handteknir vegna árásarinnar á fimmtudag. BBC hefur eftir systur konunnar að hún vilji að tvímenningarnir verði dæmdir til dauða.Nauðganir og kynferðisofbeldi hefur mikið verið í umræðunni á Indlandi eftir hópnauðgun og morð á ungri konu um borð í strætisvagni í Delí í desember 2012. Engar vísbendingar eru hins vegar um að dregið hafi úr slíkum glæpum. Samkvæmt tölum frá indverskum yfirvöldum var tilkynnt um tæplega 34 þúsund nauðganir árið 2017.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.