Erlent

Macron boðar til fundar vegna verkfallsaðgerða

Andri Eysteinsson skrifar
Frá mótmælum í París í gær.
Frá mótmælum í París í gær. Getty/NurPhoto

Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, hefur boðið til fundar með ráðherrum sem komið hafa að umdeildum áformum breytingar á eftirlaunakerfi landsins. Fyrirhugaðar breytingar hafa ekki fallið vel í kramið í Frakklandi og hófust verkfallsaðgerðir í síðustu viku. France 24 greinir frá.

Almenningssamgöngur hafa verið í lamasessi en einungis tvær leiðir innan neðanjarðarlestarkerfis Parísar eru í gangi. Eiga þær það sameiginlegt að í lestir leiðanna þarf ekki lestarstjóra.

Breytingum stjórnvalda á eftirlaunakerfi landsins er ætlað að fá fólk til að hætta að vinna síðar á lífsleiðinni, ellegar fá minni ellilífeyri í sinn hlut.

Verkfallsaðgerðir hófust síðastliðinn fimmtudag en forsætisráðherra Frakklands, Edouard Philippe, hefur ítrekað að áformaðar breytingar verði ekki dregnar til baka.

Formaður verkalýðsfélagsins CGT, Philippe Martinez, segir í viðtali við dagblaðið Le Journar du Dimanche, að aðgerðum muni ekki linna fyrr en fallið verður frá áformum.

Verkalýðsfélög lestarstarfsmanna kölluðu eftir því að verkfallsaðgerðir verði auknar í vikunni.


Tengdar fréttir

Gulvestungar mótmæltu í París í dag

Mótmælt var í Frakklandi í dag og voru mótmælendur í gulum vestum áberandi. Spenna hefur verið í landinu síðustu daga vegna ætlunar Emmanuels Macron, Frakklandsforseta og yfirvalda þar í landi, að breyta lífeyrislögum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.