Brighton og Wolves skildu jöfn í markaleik

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jota í þann mund að skora sitt annað mark.
Jota í þann mund að skora sitt annað mark. vísir/getty
Sjóðheitir Úlfar heimsóttu Brighton í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag og úr varð bráðfjörugur leikur.Diogo Jota kom gestunum yfir á 28.mínútu en Neal Maupay svaraði fyrir heimamenn sex mínútum síðar og nokkrum sekúndum eftir það voru heimamenn komnir í forystu þar sem Davy Pröpper skoraði. Staðan í hálfleik var engu að síður jöfn því Jota bætti öðru marki sínu við á 44.mínútu.Síðari hálfleikur var ekki jafn líflegur því ekkert mark var skorað þar og lauk leiknum því með 2-2 jafntefli.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.