Hús Lilju Katrínar ritstjóra DV einnig undir eggjakasti Jakob Bjarnar skrifar 9. desember 2019 14:45 Nágranni Lilju Katrínar og Guðmundar er býsna ósátt við sóðaskap eftir skrílinn. Á myndinni er einnig Aron Mola en hann tók sig til og þreif ásamt öðrum hús sem hafði óvart ekkert með málið að gera. visir/vilhelm Þorbjörg Valgeirsdóttir ráðgjafi, er nágranni hjónanna Lilju Katrínar Gunnarsdóttur og eiginmanns hennar Guðmundar R. Einarssonar sem einnig starfar á DV sem útlitshönnuður, og hún er afar ósátt við það ónæði sem því fylgir. Meiriháttar sóðaskapur eftir eggjakastið „Málið er þannig að ég bý hér að Melgerði 21 ásamt ritstjóra DV. Hún er á neðri hæðinni og ég á þeirri efri. Þau fóru þarna um, með eggin sín og hér er allt í slettum og viðbjóði. Líka á mínum helmingi. Eldhúsglugginn er þakinn eggjaslettum. Fyrir utan það er húsið steini klætt þannig að maður fer ekkert með tusku á þetta. Ég er ekkert rosalega kát,“ segir Þorbjörg í samtali við Vísi. Sérkennilegt mál kom upp í kjölfar þess að DV birti myndir af heimilum frægra tónlistarmanna og álitsgjafa í svokölluðum feature. Er þetta alþekkt í gulu pressunni erlendis en þeir sem voru með þessum hætti til umfjöllunar í blaðinu brugðust ókvæða við. Þeir birtu heimilisfang ritstjóra DV, Lilju Katrínar, með þeim orðum að vert væri að kíkja þar inn um glugga, svo vitnað sé til eins þeirra, leikarans Arons Mola. Aðdáendur stjarnanna þóttust skilja fyrr en skall í tönnum; mættu á staðinn og létu eggjum rigna yfir húsið. Ekki beint góðar fyrirmyndir Ekki vildi betur til en svo að hópurinn fór húsavillt. Lilja var flutt og nýjum íbúa Bóel Guðlaugsdóttir brá heldur betur í brún. Vísir greindi frá því og brugðust hinir þekktu einstaklingar sem blönduðust í málið við með þeim hætti að fara og þrífa húsið. Umfjöllun DV fór verulega fyrir brjóstið á stjörnunum sem töldu vert að bregðast við. Meðal þeirra voru Herra Hnetusmjör, Birgir Hákon Guðlaugsson og Aron Mola. En, eftir situr nú Þorbjörg með sárt ennið með hús sitt verulega ógeðslegt. „Þetta er ekki nógu gott. Ekki beint góðar fyrirmyndir þessar elskur,“ segir Þorbjörg. Hún segir að húsið hafi fengið yfir sig eggjakastið um svipað leyti og hús Bóelar; svo virðist sem hópurinn hafi fengið af því spurnir að þau væru hugsanlega að spreða eggjum sínum á rangt hús og fóru því í Melgerðið. Þorbjörg var ekki heima þegar þetta var þannig að hún veit ekki hversu stór hópur þetta var. Vilja stjórna umfjöllun um sig sjálf Guðmundur R. Einarsson hefur tjáð sig um málið á Facebooksíðu sinni og segir að sér finnist það „svakalega lágkúrulegt að einhver snappari sem kallar sig Aron Moli sé að birta heimilisfang okkar fjölskyldunnar og símanúmer með þann eina tilgang að ógna heimili okkar og nágrönnum okkar. Lilja Katrín og Guðmundur hafa átt í vök að verjast eftir að DV birti umfjöllun um heimili íslensks frægðarfólk dagsins í dag.visir/vilhelm Þessi hvatning til ofbeldis varð til þess að sonur nágranna okkar fékk egg á rúðuna sína um miðja nótt, tala nú ekki um allt fólkið og börnin hér í kring sem varð skíthrætt við ógnandi hegðun skrílsins sem mætti hingað í nótt. Vel get Aron Moli, ég vona að þú ert sáttur með þig,“ segir Guðmundur sem vill hvetja alla til að fara til Arons og gefa honum gott knús og hlýju. Ljóst er að þeim hjónum er brugðið en Lilja Katrín stingur einnig niður penna á þráðinn við status Guðmundar. Hún telur stóru spurninguna þá hvernig eiginlega standi á því að heil kynslóð standi í þeirri meiningu að hún geti og eigi að stjórna fjölmiðlaumfjöllun um sig sjálf? Blaðamenn fordæma eggjakastið „Ef þetta væri fyrsta heimilis-/fasteignafrétt í veröldinni myndi þetta horfa öðruvísi við en fasteignafréttir af þekktum eru fluttar í hverri viku, á öllum stóru miðlunum. Og nota bene - heimilisföng eru ekki viðkvæmar persónuupplýsingar þar sem þær eru opnar öllum,“ segir Lilja. Ýmsir blaðamenn hafa fordæmt þær ofsóknir sem þarna hafa sýnt sig á hendur fjölmiðlafólki. Þannig segir Kristjón Kormákur ritstjóri Hringbrautar þetta ömurlegt. „Gjörsamlega galin viðbrögð hjá þessu fólki. Líklega fúlir yfir að bent sé á að mestu gangster-rapparar íslands búi enn heima hjá mömmu. Hef ekki tölu á hversu oft sambærilegar greinar birtust þegar ég var ritstjóri DV. Sjúkt að hvetja fólk til að hringja eða mæta heim til ykkar,“ segir hann á umræddri Facebooksíðu Guðmundar. Þá ritaði Erla Hlynsdóttir blaðamaður sérstakan pistil um málið sem sjá má hér neðar en margir blaðamenn hafa tekið undir með henni í þessum efnum. Fjölmiðlar Kópavogur Lögreglumál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Stjörnurnar þrifu upp eggin og gáfu gjafabréf Hópur tónlistarmanna og áhrifavalda fór nú síðdegis, vopnaður hreinsibúnaði, að einbýlishúsi í Laugardal til að þrífa upp egg sem grýtt var í húsið í gærkvöldi. 8. desember 2019 18:21 Eggjum kastað eftir myndbirtingar tónlistarmanna: „Krakkarnir mega endilega koma og þrífa húsið“ Eggjum var kastað í heimili Bóelar Guðlaugardóttur í gærkvöldi eftir að myndir af heimili hennar birtust á Instagram hjá nokkrum þekktum íslenskum listamönnum. Þar á meðal rapparans Herra Hnetusmjörs og leikarans Arons Más Ólafssonar, Aronmola. 8. desember 2019 12:30 Stjörnurnar kalla eftir sniðgöngu DV Margir þjóðþekktir einstaklingar hafa síðasta sólarhringinn sést fordæma DV og hvetja til þess að fólk sniðgangi miðlinn. 7. desember 2019 19:57 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Þorbjörg Valgeirsdóttir ráðgjafi, er nágranni hjónanna Lilju Katrínar Gunnarsdóttur og eiginmanns hennar Guðmundar R. Einarssonar sem einnig starfar á DV sem útlitshönnuður, og hún er afar ósátt við það ónæði sem því fylgir. Meiriháttar sóðaskapur eftir eggjakastið „Málið er þannig að ég bý hér að Melgerði 21 ásamt ritstjóra DV. Hún er á neðri hæðinni og ég á þeirri efri. Þau fóru þarna um, með eggin sín og hér er allt í slettum og viðbjóði. Líka á mínum helmingi. Eldhúsglugginn er þakinn eggjaslettum. Fyrir utan það er húsið steini klætt þannig að maður fer ekkert með tusku á þetta. Ég er ekkert rosalega kát,“ segir Þorbjörg í samtali við Vísi. Sérkennilegt mál kom upp í kjölfar þess að DV birti myndir af heimilum frægra tónlistarmanna og álitsgjafa í svokölluðum feature. Er þetta alþekkt í gulu pressunni erlendis en þeir sem voru með þessum hætti til umfjöllunar í blaðinu brugðust ókvæða við. Þeir birtu heimilisfang ritstjóra DV, Lilju Katrínar, með þeim orðum að vert væri að kíkja þar inn um glugga, svo vitnað sé til eins þeirra, leikarans Arons Mola. Aðdáendur stjarnanna þóttust skilja fyrr en skall í tönnum; mættu á staðinn og létu eggjum rigna yfir húsið. Ekki beint góðar fyrirmyndir Ekki vildi betur til en svo að hópurinn fór húsavillt. Lilja var flutt og nýjum íbúa Bóel Guðlaugsdóttir brá heldur betur í brún. Vísir greindi frá því og brugðust hinir þekktu einstaklingar sem blönduðust í málið við með þeim hætti að fara og þrífa húsið. Umfjöllun DV fór verulega fyrir brjóstið á stjörnunum sem töldu vert að bregðast við. Meðal þeirra voru Herra Hnetusmjör, Birgir Hákon Guðlaugsson og Aron Mola. En, eftir situr nú Þorbjörg með sárt ennið með hús sitt verulega ógeðslegt. „Þetta er ekki nógu gott. Ekki beint góðar fyrirmyndir þessar elskur,“ segir Þorbjörg. Hún segir að húsið hafi fengið yfir sig eggjakastið um svipað leyti og hús Bóelar; svo virðist sem hópurinn hafi fengið af því spurnir að þau væru hugsanlega að spreða eggjum sínum á rangt hús og fóru því í Melgerðið. Þorbjörg var ekki heima þegar þetta var þannig að hún veit ekki hversu stór hópur þetta var. Vilja stjórna umfjöllun um sig sjálf Guðmundur R. Einarsson hefur tjáð sig um málið á Facebooksíðu sinni og segir að sér finnist það „svakalega lágkúrulegt að einhver snappari sem kallar sig Aron Moli sé að birta heimilisfang okkar fjölskyldunnar og símanúmer með þann eina tilgang að ógna heimili okkar og nágrönnum okkar. Lilja Katrín og Guðmundur hafa átt í vök að verjast eftir að DV birti umfjöllun um heimili íslensks frægðarfólk dagsins í dag.visir/vilhelm Þessi hvatning til ofbeldis varð til þess að sonur nágranna okkar fékk egg á rúðuna sína um miðja nótt, tala nú ekki um allt fólkið og börnin hér í kring sem varð skíthrætt við ógnandi hegðun skrílsins sem mætti hingað í nótt. Vel get Aron Moli, ég vona að þú ert sáttur með þig,“ segir Guðmundur sem vill hvetja alla til að fara til Arons og gefa honum gott knús og hlýju. Ljóst er að þeim hjónum er brugðið en Lilja Katrín stingur einnig niður penna á þráðinn við status Guðmundar. Hún telur stóru spurninguna þá hvernig eiginlega standi á því að heil kynslóð standi í þeirri meiningu að hún geti og eigi að stjórna fjölmiðlaumfjöllun um sig sjálf? Blaðamenn fordæma eggjakastið „Ef þetta væri fyrsta heimilis-/fasteignafrétt í veröldinni myndi þetta horfa öðruvísi við en fasteignafréttir af þekktum eru fluttar í hverri viku, á öllum stóru miðlunum. Og nota bene - heimilisföng eru ekki viðkvæmar persónuupplýsingar þar sem þær eru opnar öllum,“ segir Lilja. Ýmsir blaðamenn hafa fordæmt þær ofsóknir sem þarna hafa sýnt sig á hendur fjölmiðlafólki. Þannig segir Kristjón Kormákur ritstjóri Hringbrautar þetta ömurlegt. „Gjörsamlega galin viðbrögð hjá þessu fólki. Líklega fúlir yfir að bent sé á að mestu gangster-rapparar íslands búi enn heima hjá mömmu. Hef ekki tölu á hversu oft sambærilegar greinar birtust þegar ég var ritstjóri DV. Sjúkt að hvetja fólk til að hringja eða mæta heim til ykkar,“ segir hann á umræddri Facebooksíðu Guðmundar. Þá ritaði Erla Hlynsdóttir blaðamaður sérstakan pistil um málið sem sjá má hér neðar en margir blaðamenn hafa tekið undir með henni í þessum efnum.
Fjölmiðlar Kópavogur Lögreglumál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Stjörnurnar þrifu upp eggin og gáfu gjafabréf Hópur tónlistarmanna og áhrifavalda fór nú síðdegis, vopnaður hreinsibúnaði, að einbýlishúsi í Laugardal til að þrífa upp egg sem grýtt var í húsið í gærkvöldi. 8. desember 2019 18:21 Eggjum kastað eftir myndbirtingar tónlistarmanna: „Krakkarnir mega endilega koma og þrífa húsið“ Eggjum var kastað í heimili Bóelar Guðlaugardóttur í gærkvöldi eftir að myndir af heimili hennar birtust á Instagram hjá nokkrum þekktum íslenskum listamönnum. Þar á meðal rapparans Herra Hnetusmjörs og leikarans Arons Más Ólafssonar, Aronmola. 8. desember 2019 12:30 Stjörnurnar kalla eftir sniðgöngu DV Margir þjóðþekktir einstaklingar hafa síðasta sólarhringinn sést fordæma DV og hvetja til þess að fólk sniðgangi miðlinn. 7. desember 2019 19:57 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Stjörnurnar þrifu upp eggin og gáfu gjafabréf Hópur tónlistarmanna og áhrifavalda fór nú síðdegis, vopnaður hreinsibúnaði, að einbýlishúsi í Laugardal til að þrífa upp egg sem grýtt var í húsið í gærkvöldi. 8. desember 2019 18:21
Eggjum kastað eftir myndbirtingar tónlistarmanna: „Krakkarnir mega endilega koma og þrífa húsið“ Eggjum var kastað í heimili Bóelar Guðlaugardóttur í gærkvöldi eftir að myndir af heimili hennar birtust á Instagram hjá nokkrum þekktum íslenskum listamönnum. Þar á meðal rapparans Herra Hnetusmjörs og leikarans Arons Más Ólafssonar, Aronmola. 8. desember 2019 12:30
Stjörnurnar kalla eftir sniðgöngu DV Margir þjóðþekktir einstaklingar hafa síðasta sólarhringinn sést fordæma DV og hvetja til þess að fólk sniðgangi miðlinn. 7. desember 2019 19:57