Eggjum kastað eftir myndbirtingar tónlistarmanna: „Krakkarnir mega endilega koma og þrífa húsið“ Andri Eysteinsson skrifar 8. desember 2019 12:30 Eggjum var kastað í það sem talið var vera hús ritstjóra DV. Vísir/Vilhelm Eggjum var kastað í heimili Bóelar Guðlaugardóttur í gærkvöldi eftir að myndir af heimili hennar birtust á Instagram hjá nokkrum þekktum íslenskum listamönnum. Þar á meðal rapparans Herra Hnetusmjörs og leikarans Arons Más Ólafssonar, Aronmola. Birtu þeir myndirnar í Instagram-story þar sem þeir töldu að um væri að ræða heimili Lilju Katrínar Gunnarsdóttir, ritstjóra DV. DV birti á prenti myndir af heimilum ýmissa þekktra tónlistarmanna. Þar á meðal heimili Herra Hnetusmjörs, söngkvennanna GDRN og Bríetar og söngvaranna Auðar og Flóna. Bóel segir í samtali við Vísi að gærkvöldið hafi verið skrýtið en Bóel fagnaði þrítugsafmæli sínu í gær.„Við erum í rólegheitum heima þegar við heyrum dynk, eins og sé verið að henda snjóboltum í rúðuna,“ segir Bóel og bætir við að hverfið sem fjölskyldan býr í sé fjölskylduvænt og því mikið af börnum á ferð.Bóel segir að þegar „snjóboltarnir“ hafi orðið nokkuð margir hafi þau athugað málið og séð eggjarauðurnar á húsinu. Hún hafi þá séð hóp af því sem hún telur vera 12 til 14 ára krakka hlaupa í burtu frá húsinu.Setti Bóel þá myndir af eggjunum á Facebook-hóp íbúa hverfisins og hvatti foreldra til þess að biðja börn sín um að virða eigur annarra. Var henni þá bent á, í ummælum við myndina, umfjöllun um myndbirtingu tónlistarmanna á Instagram.Sjá einnig: Stjörnurnar kalla eftir sniðgöngu DV„Þá sendum við strax skilaboð á þá. Þeir voru fljótir að bregðast við, birtu leiðréttingu og báðust afsökunar,“ segir Bóel.Bóel segir að enn sem komið er hafi enginn gefið sig fram og viðurkennt að hafa kastað eggjunum. „Ef þessir krakkar gefa sig fram, þá mega þeir endilega koma og þrífa húsið,“ segir Bóel.Fréttastofa náði tali af Lilju Katrínu Gunnarsdóttur ritstjóra DV en hún vildi ekki tjá sig um málið.Margir eru ósáttir við umfjöllun DV.Skjáskot Fjölmiðlar Reykjavík Samfélagsmiðlar Tónlist Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Eggjum var kastað í heimili Bóelar Guðlaugardóttur í gærkvöldi eftir að myndir af heimili hennar birtust á Instagram hjá nokkrum þekktum íslenskum listamönnum. Þar á meðal rapparans Herra Hnetusmjörs og leikarans Arons Más Ólafssonar, Aronmola. Birtu þeir myndirnar í Instagram-story þar sem þeir töldu að um væri að ræða heimili Lilju Katrínar Gunnarsdóttir, ritstjóra DV. DV birti á prenti myndir af heimilum ýmissa þekktra tónlistarmanna. Þar á meðal heimili Herra Hnetusmjörs, söngkvennanna GDRN og Bríetar og söngvaranna Auðar og Flóna. Bóel segir í samtali við Vísi að gærkvöldið hafi verið skrýtið en Bóel fagnaði þrítugsafmæli sínu í gær.„Við erum í rólegheitum heima þegar við heyrum dynk, eins og sé verið að henda snjóboltum í rúðuna,“ segir Bóel og bætir við að hverfið sem fjölskyldan býr í sé fjölskylduvænt og því mikið af börnum á ferð.Bóel segir að þegar „snjóboltarnir“ hafi orðið nokkuð margir hafi þau athugað málið og séð eggjarauðurnar á húsinu. Hún hafi þá séð hóp af því sem hún telur vera 12 til 14 ára krakka hlaupa í burtu frá húsinu.Setti Bóel þá myndir af eggjunum á Facebook-hóp íbúa hverfisins og hvatti foreldra til þess að biðja börn sín um að virða eigur annarra. Var henni þá bent á, í ummælum við myndina, umfjöllun um myndbirtingu tónlistarmanna á Instagram.Sjá einnig: Stjörnurnar kalla eftir sniðgöngu DV„Þá sendum við strax skilaboð á þá. Þeir voru fljótir að bregðast við, birtu leiðréttingu og báðust afsökunar,“ segir Bóel.Bóel segir að enn sem komið er hafi enginn gefið sig fram og viðurkennt að hafa kastað eggjunum. „Ef þessir krakkar gefa sig fram, þá mega þeir endilega koma og þrífa húsið,“ segir Bóel.Fréttastofa náði tali af Lilju Katrínu Gunnarsdóttur ritstjóra DV en hún vildi ekki tjá sig um málið.Margir eru ósáttir við umfjöllun DV.Skjáskot
Fjölmiðlar Reykjavík Samfélagsmiðlar Tónlist Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira