Erlent

Leita enn árásarmannsins í Hollandi

Eiður Þór Árnason skrifar
Árásarmanninum var í fyrstu lýst sem 45 til 50 ára gömlum karlmanni í gráum íþróttagalla. Í síðari tilkynningu lögreglu sagði hins vegar að lýsingin væri röng án frekari skýringa.
Árásarmanninum var í fyrstu lýst sem 45 til 50 ára gömlum karlmanni í gráum íþróttagalla. Í síðari tilkynningu lögreglu sagði hins vegar að lýsingin væri röng án frekari skýringa. Vísir/AP
Leit hollensku lögreglunnar að árásarmanninum sem stakk þrjú ungmenni með hníf í gær við fjölmenna götu í Haag stendur enn yfir. Ekki er enn vitað hvað lá að baki árásinni.

AP fréttastofan hefur eftir Marije Kuiper, talskonu lögreglunnar í Haag, nú í morgun að staða rannsóknarinnar væri óbreytt frá því í gær og að lögreglan hefði ekki nýjar upplýsingar til að deila með fjölmiðlum.

Lögregla staðfesti í gær að þrjú ungmenni hafi verið stungin. Hlutu fórnarlömbin aðhlynningu á sjúkrahúsi áður en þeim var leyft að fara heim. Eru þau sögð braggast vel.

Atvikið átti sér stað í verslun við götuna Grote Marktstraat en margmenni var í miðbæ borgarinnar vegna svarts föstudags. Óskað hefur verið eftir því að fólk sem hafi orðið vitni að árásinni gefi sig fram við lögreglu og er einnig óskað eftir ljósmyndum og myndböndum sem náðust af atvikinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×