Enski boltinn

Man City undirbýr langtímasamning fyrir Sterling

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sterling hefur verið frábær í vetur
Sterling hefur verið frábær í vetur vísir/getty
Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Englandsmeistarar Manchester City séu með nýjan risasamning í pípunum fyrir eina af skærustu stjörnum liðsins, Raheem Sterling.Sterling gerði fimm ára samning við Man City í fyrra sem færir honum um 300 þúsund pund í vikulaun.Þessi 24 ára gamli Englendingur hefur skorað sjö mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og vilja forráðamenn City gera langtímasamning við kappann með það fyrir augum að fæla spænsku stórveldin Barcelona og Real Madrid frá en bæði lið hafa reglulega verið orðuð við Sterling.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.