Innlent

Leita ökumanns sem stakk af eftir umferðarslys í Kópavogi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Einn var fluttur á slysadeild.
Einn var fluttur á slysadeild. Vísir/Vilhelm
Tveggja bíla árekstur varð á Digranesvegi við Hlíðarhjalla í Kópavogi á sjötta tímanum í dag. Einn var fluttur á slysadeild eftir áreksturinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu stakk ökumaður annars bílsins af og hans er nú leitað.

Töluverðar umferðartafir urðu vegna slyssins, að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Slökkviliðsmenn eru enn á vettvangi við hreinsun og þá var lögregla einnig kölluð til. Einn var fluttur á slysadeild, eins og áður segir, en ekki fengust upplýsingar um líðan hans.

Þóra Jónasdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við fréttastofu að ökumaður annarrar bifreiðarinnar sem átti hlut að máli hafi stungið af frá vettvangi. Hans er nú leitað.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.