Tússaðir minnispunktar Trump vekja athygli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. nóvember 2019 21:15 Minnispunktar Trump. Vísir/Getty Minnispunktar sem tússaðir voru stórum stöfum á minnisblað sem Donald Trump studdist við er hann ávarpaði fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag hafa vakið athygli, á sama tíma og talið er að vitnisburður lykilvitna í dag í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum hans muni koma sér illa fyrir forsetann.Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um minnisblaðið þar sem sjá má skrifað með stórum stöfum setningar á borð við„Ég vil ekkert“, „ég vildi ekki greiða fyrir greiða“ og „þetta er lokaorðið frá forseta Bandaríkjanna“.Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi studdist Trump mikið við minnisblaðið er hann ávarpaði fréttamenn þar sem hann ítrekaði að hann hafi ekki „viljað neitt“ frá Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu.WATCH: President Trump insists he wanted “nothing” from Ukraine while reading handwritten notes on the White House lawn to reporters nearly an hour later than his scheduled departure for Texas. https://t.co/SXx66YPhpD#ImpeachmentPBSpic.twitter.com/AwLZV0apgs — PBS NewsHour (@NewsHour) November 20, 2019 Trump hefur verið sakaður um að hafa beitt yfirvöld Úkraínu þrýstingi með því markmiði að fá Úkraínumenn til að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump með pólitískum hætti. Þannig myndi Úkraína ekki fá hundruð milljóna dollara aðstoð frá Bandaríkjunum nema yfirvöld þar í landi myndu hefja rannsóknirnar sem Trump vildi fá í gang. Önnur rannsóknin sem Trump vildi átti að beinast að Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, og hin snýr að stoðlausri samsæriskenningu um forsetakosningarnar 2016. Demókratar í fulltrúadeildinni vilja meina að með þessari bón um „greiða fyrir greiða“ (e. quid pro quo) hafi Trump framið embættisbrot sem geti varðað sviptingu embættis. Hafa Demókratar rannsakað hin meintu brot, snýst rannsóknin að miklu leyti um símtal Trump og Selenskí, þar sem Trump hefur verið sagður hafa farið fram á að fá greiða á móti greiða frá Úkraínuforseta.Minnispunktarnir voru á nokkrum blaðsíðum.Vísir/GettyTalið er að vitnisburður Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, um málið muni koma sér illa fyrir Trump. Sondland kom í dag fyrir njósnamálanefnd fulltrúadeildarinnar. Í máli hans kom fram að hann og Rudy Guiliani, einkalögmaður Trump, og aðrir hafi beitt yfirvöld Úkraínu þrýstingi með því markmiði að fá Úkraínumenn til að hefja rannsóknirnar tvær, vegna þess að Trump hafi skipað þeim að gera það. Þegar Trump ávarpaði fréttamenn, vopnaður minnisblaðinu, var hann að svara vitnisburði Sondland. Sagði hann meðal annars að hann þekkti Sondland ekki vel, þrátt fyrir að sá síðarnefndi hafi styrkt innsetningarathöfn forsetans með framlagi upp á eina milljón dollara, um 120 milljónir króna. Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sendiherra sem var bolað burt ber næst vitni í rannsókn á Trump Opinber hluti rannsóknar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump forseta heldur áfram með framburði sendiherra sem Trump lét kalla heim í skyndi eftir ófrægingarherferð Rudy Giuliani. 15. nóvember 2019 09:40 Vann með Giuliani í Úkraínu að skipan Trump Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, segir að hann, Rudy Guiliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir hafi beitt yfirvöld Úkraínu þrýstingi með því markmiði að fá Úkraínumenn til að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump með pólitískum hætti, vegna þess að Trump hafi skipað þeim að gera það. 20. nóvember 2019 14:14 Bjóða Trump að svara spurningum þingmanna Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, bauð í gær Donald Trump, forseta, að mæta á fund þingmanna og svara spurningum þeirra varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum forsetans. 17. nóvember 2019 23:33 Vitni tengdi Trump við þrýsting á Úkraínu með beinum hætti Starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu greindi frá símtali Trump og annars erindreka um rannsóknir á pólitískum andstæðingi Bandaríkjaforseta. 14. nóvember 2019 12:00 Sondland sagðist fara eftir skipunum Trump Fyrrverandi meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins viðurkennir að hafa lagt til að hylja gögn um símtal á milli Trump og Zelensky. Þrátt fyrir það sagðist hann ekki hafa heyrt neitt óviðeigandi í símtalinu. 16. nóvember 2019 23:36 Sagði símtalið umdeilda óviðeigandi Alexander Vindman, meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, segir umdeilt símtal Donald Trump og Volodymir Zelensky, forseta Bandaríkjanna og Úkraínu, hafa verið óviðeigandi. Það hefði ekki verið rétt af Trump að biðja erlendan þjóðarleiðtoga að rannsaka bandarískan borgara og pólitískan andstæðing hans. 19. nóvember 2019 15:30 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Minnispunktar sem tússaðir voru stórum stöfum á minnisblað sem Donald Trump studdist við er hann ávarpaði fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag hafa vakið athygli, á sama tíma og talið er að vitnisburður lykilvitna í dag í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum hans muni koma sér illa fyrir forsetann.Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um minnisblaðið þar sem sjá má skrifað með stórum stöfum setningar á borð við„Ég vil ekkert“, „ég vildi ekki greiða fyrir greiða“ og „þetta er lokaorðið frá forseta Bandaríkjanna“.Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi studdist Trump mikið við minnisblaðið er hann ávarpaði fréttamenn þar sem hann ítrekaði að hann hafi ekki „viljað neitt“ frá Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu.WATCH: President Trump insists he wanted “nothing” from Ukraine while reading handwritten notes on the White House lawn to reporters nearly an hour later than his scheduled departure for Texas. https://t.co/SXx66YPhpD#ImpeachmentPBSpic.twitter.com/AwLZV0apgs — PBS NewsHour (@NewsHour) November 20, 2019 Trump hefur verið sakaður um að hafa beitt yfirvöld Úkraínu þrýstingi með því markmiði að fá Úkraínumenn til að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump með pólitískum hætti. Þannig myndi Úkraína ekki fá hundruð milljóna dollara aðstoð frá Bandaríkjunum nema yfirvöld þar í landi myndu hefja rannsóknirnar sem Trump vildi fá í gang. Önnur rannsóknin sem Trump vildi átti að beinast að Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, og hin snýr að stoðlausri samsæriskenningu um forsetakosningarnar 2016. Demókratar í fulltrúadeildinni vilja meina að með þessari bón um „greiða fyrir greiða“ (e. quid pro quo) hafi Trump framið embættisbrot sem geti varðað sviptingu embættis. Hafa Demókratar rannsakað hin meintu brot, snýst rannsóknin að miklu leyti um símtal Trump og Selenskí, þar sem Trump hefur verið sagður hafa farið fram á að fá greiða á móti greiða frá Úkraínuforseta.Minnispunktarnir voru á nokkrum blaðsíðum.Vísir/GettyTalið er að vitnisburður Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, um málið muni koma sér illa fyrir Trump. Sondland kom í dag fyrir njósnamálanefnd fulltrúadeildarinnar. Í máli hans kom fram að hann og Rudy Guiliani, einkalögmaður Trump, og aðrir hafi beitt yfirvöld Úkraínu þrýstingi með því markmiði að fá Úkraínumenn til að hefja rannsóknirnar tvær, vegna þess að Trump hafi skipað þeim að gera það. Þegar Trump ávarpaði fréttamenn, vopnaður minnisblaðinu, var hann að svara vitnisburði Sondland. Sagði hann meðal annars að hann þekkti Sondland ekki vel, þrátt fyrir að sá síðarnefndi hafi styrkt innsetningarathöfn forsetans með framlagi upp á eina milljón dollara, um 120 milljónir króna.
Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sendiherra sem var bolað burt ber næst vitni í rannsókn á Trump Opinber hluti rannsóknar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump forseta heldur áfram með framburði sendiherra sem Trump lét kalla heim í skyndi eftir ófrægingarherferð Rudy Giuliani. 15. nóvember 2019 09:40 Vann með Giuliani í Úkraínu að skipan Trump Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, segir að hann, Rudy Guiliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir hafi beitt yfirvöld Úkraínu þrýstingi með því markmiði að fá Úkraínumenn til að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump með pólitískum hætti, vegna þess að Trump hafi skipað þeim að gera það. 20. nóvember 2019 14:14 Bjóða Trump að svara spurningum þingmanna Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, bauð í gær Donald Trump, forseta, að mæta á fund þingmanna og svara spurningum þeirra varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum forsetans. 17. nóvember 2019 23:33 Vitni tengdi Trump við þrýsting á Úkraínu með beinum hætti Starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu greindi frá símtali Trump og annars erindreka um rannsóknir á pólitískum andstæðingi Bandaríkjaforseta. 14. nóvember 2019 12:00 Sondland sagðist fara eftir skipunum Trump Fyrrverandi meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins viðurkennir að hafa lagt til að hylja gögn um símtal á milli Trump og Zelensky. Þrátt fyrir það sagðist hann ekki hafa heyrt neitt óviðeigandi í símtalinu. 16. nóvember 2019 23:36 Sagði símtalið umdeilda óviðeigandi Alexander Vindman, meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, segir umdeilt símtal Donald Trump og Volodymir Zelensky, forseta Bandaríkjanna og Úkraínu, hafa verið óviðeigandi. Það hefði ekki verið rétt af Trump að biðja erlendan þjóðarleiðtoga að rannsaka bandarískan borgara og pólitískan andstæðing hans. 19. nóvember 2019 15:30 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Sendiherra sem var bolað burt ber næst vitni í rannsókn á Trump Opinber hluti rannsóknar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump forseta heldur áfram með framburði sendiherra sem Trump lét kalla heim í skyndi eftir ófrægingarherferð Rudy Giuliani. 15. nóvember 2019 09:40
Vann með Giuliani í Úkraínu að skipan Trump Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, segir að hann, Rudy Guiliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir hafi beitt yfirvöld Úkraínu þrýstingi með því markmiði að fá Úkraínumenn til að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump með pólitískum hætti, vegna þess að Trump hafi skipað þeim að gera það. 20. nóvember 2019 14:14
Bjóða Trump að svara spurningum þingmanna Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, bauð í gær Donald Trump, forseta, að mæta á fund þingmanna og svara spurningum þeirra varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum forsetans. 17. nóvember 2019 23:33
Vitni tengdi Trump við þrýsting á Úkraínu með beinum hætti Starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu greindi frá símtali Trump og annars erindreka um rannsóknir á pólitískum andstæðingi Bandaríkjaforseta. 14. nóvember 2019 12:00
Sondland sagðist fara eftir skipunum Trump Fyrrverandi meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins viðurkennir að hafa lagt til að hylja gögn um símtal á milli Trump og Zelensky. Þrátt fyrir það sagðist hann ekki hafa heyrt neitt óviðeigandi í símtalinu. 16. nóvember 2019 23:36
Sagði símtalið umdeilda óviðeigandi Alexander Vindman, meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, segir umdeilt símtal Donald Trump og Volodymir Zelensky, forseta Bandaríkjanna og Úkraínu, hafa verið óviðeigandi. Það hefði ekki verið rétt af Trump að biðja erlendan þjóðarleiðtoga að rannsaka bandarískan borgara og pólitískan andstæðing hans. 19. nóvember 2019 15:30