Enski boltinn

United vill fá Dzeko í janúar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dzeko gætið farið aftur til Manchester.
Dzeko gætið farið aftur til Manchester. vísir/getty

Manchester United hefur áhuga á að fá Edin Dzeko, framherja Roma, til félagsins í janúar.

Samkvæmt heimildum ESPN vill Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, fá reyndan markaskorara til að styðja við bakið á Marcus Rashford, Anthony Martial og hinum 18 ára Mason Greenwood.

Mario Mandzukic, framherji Juventus, var einnig á óskalista United. Áhugi félagsins hefur þó dvínað vegna þess hversu lítið Mandzukic hefur spilað með Juventus á tímabilinu.

Dzeko hefur hins vegar verið í stóru hlutverki hjá Roma eins og síðustu ár. Bosníumaðurinn hefur skorað sex mörk í 15 leikjum á tímabilinu.

Dzeko þekkir vel til í ensku úrvalsdeildinni en hann lék með Manchester City á árunum 2011-16. Hann varð tvisvar sinnum Englandsmeistari með City og einu sinni bikarmeistari.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.