Enski boltinn

United vill fá Dzeko í janúar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dzeko gætið farið aftur til Manchester.
Dzeko gætið farið aftur til Manchester. vísir/getty
Manchester United hefur áhuga á að fá Edin Dzeko, framherja Roma, til félagsins í janúar.

Samkvæmt heimildum ESPN vill Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, fá reyndan markaskorara til að styðja við bakið á Marcus Rashford, Anthony Martial og hinum 18 ára Mason Greenwood.

Mario Mandzukic, framherji Juventus, var einnig á óskalista United. Áhugi félagsins hefur þó dvínað vegna þess hversu lítið Mandzukic hefur spilað með Juventus á tímabilinu.

Dzeko hefur hins vegar verið í stóru hlutverki hjá Roma eins og síðustu ár. Bosníumaðurinn hefur skorað sex mörk í 15 leikjum á tímabilinu.

Dzeko þekkir vel til í ensku úrvalsdeildinni en hann lék með Manchester City á árunum 2011-16. Hann varð tvisvar sinnum Englandsmeistari með City og einu sinni bikarmeistari.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.