Enski boltinn

Lampard myndi aldrei þjálfa Tottenham ólíkt Mourinho

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lampard og Mourinho léttir.
Lampard og Mourinho léttir. vísir/getty
Frank Lampard, stjóri Chelsea, segir að hann myndi aldrei þjálfa Tottenham, líkt og fyrrum stjóri hans, Jose Mourinho, en hann tók við liðinu í vikunni.

Mauricio Pochettino var rekinn á miðvikudaginn og Mourinho tók við en hann hafði fyrr á ferlinum sagt að hann myndi taka aldrei taka við Tottenham.

Lampard var spurður út í þetta á blaðamannafundi gærdagsins en Chelsea leikur við Manchester City á í dag í stórleik helgarinnar.

„Ég get sagt klárt nei og þið getið endurtekið það eftir tíu ár,“ sagði Lampard.







„Það mun ekki gerast en hlutirnir eru mismunandi. Jose Mourinho hefur unnið í mörgum knattspyrnufélögum og við verðum að virða hans ákvörðun.“

Leikur City og Chelsea er á Etihad-leikvanginum í dag en flautað verður til leiks klukkan 17.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×