Enski boltinn

Sol­skjær: Á síðustu leik­tíð hefðum við tapað með fjórum eða fimm mörkum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Solskjær hress í dag.
Solskjær hress í dag. vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hrósaði sínum mönnum fyrir endurkomuna gegn Sheffield United í 3-3 jafntefli liðanna í dag.

Man. United lenti 2-0 undir í leiknum en náði að snúa leiknum sér í vil áður en Oli McBurnie jafnaði metin í uppbótartíma.

„Það leit út fyrir að Sheffield United hafi viljað þetta meira og trúðu meira á skipulagið sitt en við gerðum í fyrri hálfleik. Við áttum ekki skot á markið í fyrri hálfleik sem er ekki boðlegt,“ sagði Norðmaðurinn.





United fékk skell gegn Everton á Goodison Park á síðustu leiktíð og Norðmaðurinn óttaðist það sama í dag en hrósaði liðinu fyrir endurkomuna.

„Í stöðunni 2-0 hugsarðu það versta eins og gegn Everton á síðasta ári þar sem við enduðum á því að tapa 4-0.“

„Stundum er fótboltinn meira en bara taktík. Við fengum mark í síðari hálfleik og fórum þá að trúa á hlutina. Það er ótrúlegur munur á liðinu í ár og í fyrra,“ sagði Solskjær og hélt áfram.

„Þeir hætta aldrei. Á síðasta ári hefðum við tapað með fjórum eða fimm mörkum í stað þess að koma til baka. Við hefðum ekki átt mögulega að koma til baka.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×