Enski boltinn

„Því­líkt tæki­færi fyrir unga leik­menn að spila með goð­sögn eins og mér“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Robbie Savage er alltaf léttur.
Robbie Savage er alltaf léttur. vísir/getty
Fyrrum landsliðsmaður Wales og leikmaður í ensku úrvalsdeildinni, Robbie Savage, hefur skrifað undir samning við Stockport Town.

Stockport leikur í tíundu efstu deild Englands en Savage hefur verið með skóna á hillunni í átta ár. Hann lék síðast með Derby í ensku b-deildinni árið 2011.

Síðan þá hefur hann getið sér gott orð sem knattspyrnuspekingur í sjónvarpi en á ferli sínum spilaði Savage meðal annars með Leicester og Blackburn.







„Þetta er ekki markaðsbragð. Ég ætla að reyna hjálpa ungum leikmönnum í leiknum,“ sagði Savage eftir að hann hafi skrifað undir samninginn.

„Ég mun ekki hleypa allan leikinn. Ég þarf ferskar lappir í kringum mig. Sonur minn þurfti að fara og kaupa skó á mig í dag. Þetta er frábært tækifæri fyrir mig.“

Savage sló svo á létta strengi undir lokin.

„Þvílíkt tækifæri fyrir unga leikmenn að spila með goðsögn eins og mér.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×