Útreiðartúr talinn til stuðnings við Andrés Jón Þórisson skrifar 25. nóvember 2019 07:15 Ljósmyndarar fylgja drottningunni hvert sem hún fer í daglegum verkefnum sínum. Nordicphotos/Getty Frá því er greint í breskum fjölmiðlum að sést hafi til Elísabetar Englandsdrottningar og sonar hennar, Andrésar prins, í útreiðartúr í nágrenni Windsorkastala á föstudag. Eins og kunnugt er hefur gustað nokkuð um Andrés í kjölfar viðtals á sjónvarpsstöðinni BBC þar sem hann ræddi tengsl sín við Jeffrey Epstein. Frá því var greint að hann myndi draga sig í hlé frá opinberum skyldum fjölskyldunnar um fyrirsjáanlega framtíð, eins og það var orðað í tilkynningu, og féllst drottningin á það, eins og þar kom fram. Næg tíðindi ættu að teljast að Elísabet, sem er 93 ára, skuli halda til útreiða, en ekki síður hefur það vakið athygli að Andrés skuli hafa verið með í för, svo skömmu eftir að hann dró sig í hlé. Fréttaskýrendur sumir hafa dregið þá ályktun að útreiðartúrinn hafi ekki verið tilviljun og með honum hafi drottningin viljað lýsa stuðningi sínum við prinsinn, þó með óbeinum hætti sé. Fastlega hefði mátt búast við því að þau næðust á mynd þar sem ljósmyndarar vaka gjarna yfir hverju fótmáli drottningar. Með þessu hafi Elísabet viljað undirstrika að jafnvel þótt Andrés axli ekki opinberar skyldur sem hann hafði, sé hann enn hluti konungsfjölskyldunnar. Andrés prins, sem er annar sonur Elísabetar og af sumum talinn í meira eftirlæti drottningar en eldri sonur hennar, Karl ríkisarfi, hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að hafa ekki sýnt fórnarlömbum Epsteins nærgætni í viðtalinu á BBC. Þótt Elísabet hafi enn ekki tjáð sig um tengsl Andrésar við Epstein, og er ekki talið að til þess komi, er þetta ekki í fyrsta sinn sem hún gefur stuðning sinn við Andrés til kynna opinberlega. Þann 11. ágúst síðastliðinn, daginn eftir andlát Epsteins í bandarísku fangelsi, ferðuðust þau saman í bíl drottningar til kirkju. Margir hafa á samfélagsmiðlum látið í ljós efasemdir um hvort það teljist viðeigandi fyrir drottningu að sýna stuðning sinn við Andrés með svo áberandi hætti. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Kóngafólk Mál Andrésar prins Tengdar fréttir „Jane Doe 15“ vill svör frá Andrési prins Kona, sem segir Jeffrey Epstein hafa brotið kynferðislega gegn sér þegar hún var 15 ára gömul, hefur höfðað mál gegn dánarbúi bandaríska auðkýfingsins. 19. nóvember 2019 06:51 Andrés prins hættir opinberum störfum Elísabet II Bretlandsdrottning hefur samþykkt ósk Andrésar prins um að hann hætti að sinna skyldum sínum fyrir konungsfjölskylduna um ófyrirsjáanlega framtíð. 20. nóvember 2019 18:15 „Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Um fátt hefur verið meira rætt í breskum fjölmiðlum um helgina en viðtal BBC Newsnight við Andrés prins sem sýnt var síðastliðið laugardagskvöld. 18. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Frá því er greint í breskum fjölmiðlum að sést hafi til Elísabetar Englandsdrottningar og sonar hennar, Andrésar prins, í útreiðartúr í nágrenni Windsorkastala á föstudag. Eins og kunnugt er hefur gustað nokkuð um Andrés í kjölfar viðtals á sjónvarpsstöðinni BBC þar sem hann ræddi tengsl sín við Jeffrey Epstein. Frá því var greint að hann myndi draga sig í hlé frá opinberum skyldum fjölskyldunnar um fyrirsjáanlega framtíð, eins og það var orðað í tilkynningu, og féllst drottningin á það, eins og þar kom fram. Næg tíðindi ættu að teljast að Elísabet, sem er 93 ára, skuli halda til útreiða, en ekki síður hefur það vakið athygli að Andrés skuli hafa verið með í för, svo skömmu eftir að hann dró sig í hlé. Fréttaskýrendur sumir hafa dregið þá ályktun að útreiðartúrinn hafi ekki verið tilviljun og með honum hafi drottningin viljað lýsa stuðningi sínum við prinsinn, þó með óbeinum hætti sé. Fastlega hefði mátt búast við því að þau næðust á mynd þar sem ljósmyndarar vaka gjarna yfir hverju fótmáli drottningar. Með þessu hafi Elísabet viljað undirstrika að jafnvel þótt Andrés axli ekki opinberar skyldur sem hann hafði, sé hann enn hluti konungsfjölskyldunnar. Andrés prins, sem er annar sonur Elísabetar og af sumum talinn í meira eftirlæti drottningar en eldri sonur hennar, Karl ríkisarfi, hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að hafa ekki sýnt fórnarlömbum Epsteins nærgætni í viðtalinu á BBC. Þótt Elísabet hafi enn ekki tjáð sig um tengsl Andrésar við Epstein, og er ekki talið að til þess komi, er þetta ekki í fyrsta sinn sem hún gefur stuðning sinn við Andrés til kynna opinberlega. Þann 11. ágúst síðastliðinn, daginn eftir andlát Epsteins í bandarísku fangelsi, ferðuðust þau saman í bíl drottningar til kirkju. Margir hafa á samfélagsmiðlum látið í ljós efasemdir um hvort það teljist viðeigandi fyrir drottningu að sýna stuðning sinn við Andrés með svo áberandi hætti.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Kóngafólk Mál Andrésar prins Tengdar fréttir „Jane Doe 15“ vill svör frá Andrési prins Kona, sem segir Jeffrey Epstein hafa brotið kynferðislega gegn sér þegar hún var 15 ára gömul, hefur höfðað mál gegn dánarbúi bandaríska auðkýfingsins. 19. nóvember 2019 06:51 Andrés prins hættir opinberum störfum Elísabet II Bretlandsdrottning hefur samþykkt ósk Andrésar prins um að hann hætti að sinna skyldum sínum fyrir konungsfjölskylduna um ófyrirsjáanlega framtíð. 20. nóvember 2019 18:15 „Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Um fátt hefur verið meira rætt í breskum fjölmiðlum um helgina en viðtal BBC Newsnight við Andrés prins sem sýnt var síðastliðið laugardagskvöld. 18. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
„Jane Doe 15“ vill svör frá Andrési prins Kona, sem segir Jeffrey Epstein hafa brotið kynferðislega gegn sér þegar hún var 15 ára gömul, hefur höfðað mál gegn dánarbúi bandaríska auðkýfingsins. 19. nóvember 2019 06:51
Andrés prins hættir opinberum störfum Elísabet II Bretlandsdrottning hefur samþykkt ósk Andrésar prins um að hann hætti að sinna skyldum sínum fyrir konungsfjölskylduna um ófyrirsjáanlega framtíð. 20. nóvember 2019 18:15
„Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Um fátt hefur verið meira rætt í breskum fjölmiðlum um helgina en viðtal BBC Newsnight við Andrés prins sem sýnt var síðastliðið laugardagskvöld. 18. nóvember 2019 13:00