Erlent

Sam­komu­lag í höfn í Finn­landi og verk­föllum af­lýst

Atli Ísleifsson skrifar
Enginn póstur hefur verið borinn út í Finnland frá 11. nóvember.
Enginn póstur hefur verið borinn út í Finnland frá 11. nóvember. epa
Samkomulag hefur náðist í kjaradeilu finnskra póststarfsmanna og hefur verkföllum verið aflýst. Starfsmenn póstsins munu því nú aftur snúa til vinnu.

Kjaradeilan, sem hefur að mestu snúist um vinnutíma, hefur leitt til þess að enginn póstur hafði verið borinn út í Finnland frá 11. nóvember.

Síðustu daga höfðu svo önnur stéttarfélög boðað til samúðarverkfalli sem leiddi til raskana í ferju-, lestar- og flugsamgöngum.

Deiluaðilar greindu frá því í gærkvöldi að árangur hafði loks náðst í viðræðunum og að loks sæist í land. Samkomulag náðist svo í morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×