Erlent

Verk­föll póst­starfs­manna raska finnsku sam­fé­lagi

Atli Ísleifsson skrifar
Enginn póstur hefur verið borinn út í Finnlandi frá 11. nóvember síðastliðinn.
Enginn póstur hefur verið borinn út í Finnlandi frá 11. nóvember síðastliðinn. epa
Deiluaðilar í kjaradeilu finnskra póststarfsmanna hafa enn ekki náð saman og héldu verkfallsaðgerðir áfram í dag. Samúðarverkföll annarra stétta hafa leitt til frekari truflana á daglegu lífi fjölda Finna.

Verkfall póststarfsmanna hefur staðið frá miðjum mánuðinum. Samúðarverkföll hafa meðal annars leitt til truflana í ferðum ferja sem sigla undir finnskum fána milli Finnlands og Svíþjóðar og þá hefur þurft að aflýsa einhverjum flugferðum Finnair.

Verkfallsaðgerðir starfsmanna finnska póstsins, Posti, sem eru í stéttarfélaginu Pau hafa nú staðið í á þriðju viku. Er helst deilt um vinnutíma.

Ákveðið var að grípa til frekari vinnustöðvana eftir að viðræður sigldu í strand á sunnudagskvöldið. Ákváðu þá önnur stéttarfélög að ráðast í samúðarverkföll, starfsmönnum Posti til stuðnings.

Enginn póstur hefur verið borinn út í Finnlandi frá 11. nóvember síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×