Evrópuþingið gefur loks grænt ljós á framkvæmdastjórn von der Leyen Atli Ísleifsson skrifar 27. nóvember 2019 12:38 Ursula von der Leyen tekur við stöðu forseta framkvæmdastjórnar ESB af Jean-Claude Juncker. AP Evrópuþingið samþykkti í morgun nýja framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undir forsæti hinnar þýsku Ursulu von der Leyen. Ný framkvæmdastjórn var samþykkt með miklum meirihluta, en 461 þingmaður greiddi atkvæði með en 157 gegn. Alls sátu 89 þingmenn hjá í atkvæðagreiðslunni. Ný framkvæmdastjórn tekur við stjórnartaumunum 1. desember, mánuði síðar en upphaflega var áætlað. Frestaðist embættistakan um mánuð vegna deilna um einstaka framkvæmdastjóra sem aðildarríkin höfðu tilnefnt. Von der Leyen tekur við embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar af Jean-Claude Juncker. Verður hún fyrsta konan til að gegna stöðunni og segir hún að hennar teymi muni veita Evrópu „nýtt upphaf“ þar sem áhersla verði lögð á baráttuna gegn loftslagsbreytingum.Ný framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.APVon der Leyen er fyrrverandi varnarmálaráðherra Þýskalands og náinn bandamaður Angelu Merkel Þýskalandskanslara til margra ára. Samþykki meirihluta þingsins þurfti til að framkvæmdastjórinn yrði samþykkt. Alls eiga 27 framkvæmdastjórar sæti í framkvæmdastjórninni – einn frá hverju aðildarríki. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ákvað að tilnefna ekki breskan framkvæmdastjóra þar sem Bretar stefna að útgöngu úr sambandinu. „Einn meðlimur fjölskyldu okkar ætlar sér að yfirgefa sambandið okkar,“ sagði von der Leyen á þinginu fyrir atkvæðagreiðsluna. Við það brutust út mikil fagnaðarlæti meðal Evrópuþingmanna Brexit-flokksins. Von der Leyen hélt þá áfram: „Yfirgnæfandi meirihluti þingsins virðist ánægður með að þessi litli hópur muni framvegis ekki geta klappað eins hátt.“ Þá hló þingheimur og klappaði. Evrópusambandið Tengdar fréttir Verðandi forseti framkvæmdastjórnar ESB sakaður um að taka upp málflutning öfgahægris Nýr innflytjenda- og öryggisstjóri framkvæmdastjórnar ESB á að gæta evrópskra lífshátta. 11. september 2019 15:38 Von der Leyen nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, var kjörin forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. 16. júlí 2019 17:55 Stefnir í jöfn kynjahlutföll í framkvæmdastjórn ESB Samþykki Evrópurþingið tillögurnar mun hin nýja forystusveit slá met í sögu sambandsins yfir jafnan hlut kynjanna en á listanum eru þrettán konur og fjórtán karlar. 10. september 2019 16:47 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Evrópuþingið samþykkti í morgun nýja framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undir forsæti hinnar þýsku Ursulu von der Leyen. Ný framkvæmdastjórn var samþykkt með miklum meirihluta, en 461 þingmaður greiddi atkvæði með en 157 gegn. Alls sátu 89 þingmenn hjá í atkvæðagreiðslunni. Ný framkvæmdastjórn tekur við stjórnartaumunum 1. desember, mánuði síðar en upphaflega var áætlað. Frestaðist embættistakan um mánuð vegna deilna um einstaka framkvæmdastjóra sem aðildarríkin höfðu tilnefnt. Von der Leyen tekur við embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar af Jean-Claude Juncker. Verður hún fyrsta konan til að gegna stöðunni og segir hún að hennar teymi muni veita Evrópu „nýtt upphaf“ þar sem áhersla verði lögð á baráttuna gegn loftslagsbreytingum.Ný framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.APVon der Leyen er fyrrverandi varnarmálaráðherra Þýskalands og náinn bandamaður Angelu Merkel Þýskalandskanslara til margra ára. Samþykki meirihluta þingsins þurfti til að framkvæmdastjórinn yrði samþykkt. Alls eiga 27 framkvæmdastjórar sæti í framkvæmdastjórninni – einn frá hverju aðildarríki. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ákvað að tilnefna ekki breskan framkvæmdastjóra þar sem Bretar stefna að útgöngu úr sambandinu. „Einn meðlimur fjölskyldu okkar ætlar sér að yfirgefa sambandið okkar,“ sagði von der Leyen á þinginu fyrir atkvæðagreiðsluna. Við það brutust út mikil fagnaðarlæti meðal Evrópuþingmanna Brexit-flokksins. Von der Leyen hélt þá áfram: „Yfirgnæfandi meirihluti þingsins virðist ánægður með að þessi litli hópur muni framvegis ekki geta klappað eins hátt.“ Þá hló þingheimur og klappaði.
Evrópusambandið Tengdar fréttir Verðandi forseti framkvæmdastjórnar ESB sakaður um að taka upp málflutning öfgahægris Nýr innflytjenda- og öryggisstjóri framkvæmdastjórnar ESB á að gæta evrópskra lífshátta. 11. september 2019 15:38 Von der Leyen nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, var kjörin forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. 16. júlí 2019 17:55 Stefnir í jöfn kynjahlutföll í framkvæmdastjórn ESB Samþykki Evrópurþingið tillögurnar mun hin nýja forystusveit slá met í sögu sambandsins yfir jafnan hlut kynjanna en á listanum eru þrettán konur og fjórtán karlar. 10. september 2019 16:47 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Verðandi forseti framkvæmdastjórnar ESB sakaður um að taka upp málflutning öfgahægris Nýr innflytjenda- og öryggisstjóri framkvæmdastjórnar ESB á að gæta evrópskra lífshátta. 11. september 2019 15:38
Von der Leyen nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, var kjörin forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. 16. júlí 2019 17:55
Stefnir í jöfn kynjahlutföll í framkvæmdastjórn ESB Samþykki Evrópurþingið tillögurnar mun hin nýja forystusveit slá met í sögu sambandsins yfir jafnan hlut kynjanna en á listanum eru þrettán konur og fjórtán karlar. 10. september 2019 16:47