Enski boltinn

Dómararnir á Eng­landi hvattir til að skoða VAR-at­vikin sjálfir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Cuneyt Cakir skoðar atvik í leik Chelsea og Valencia í Meistaradeildinni.
Cuneyt Cakir skoðar atvik í leik Chelsea og Valencia í Meistaradeildinni. vísir/getty
Mike Riley, yfirmaður dómaramála á Englandi, mun í vikunni funda með þeim tuttugu liðum sem eru í ensku úrvalsdeildinni. Þar efst á baugi verður notkun VAR.

Fundurinn fer fram í London á fimmtudaginn en margt og mikið hefur verið rætt og ritað um VAR undanfarna daga. Í stórleik helgarinnar, milli Liverpool og Man. City, kom upp atvik sem og í leik Tottenham og Sheffield.

Talið er að Riley verði spurður spjörunum úr hvað varðar VAR en samkvæmt heimildum mun Riley segja liðunum frá því að hann hafi hvatt dómaranna til þess að nota skjána sjálfir og meta þannig aðstæður.





Dómararnir hafa lítið notað skjáina sjálfir og hlustað þar af leiðandi bara á þann dómara sem situr í VAR-herberginu. Nú vill Riley sjá dómaranna skoða atvikin sjálfir í meiri mæli.

Ástæðan fyrir þessu sé sú að dómararnir inni á vellinum séu meira meðvitaðir um flæði leiksins sem og stemninguna á velinum.

Í fyrstu vildi Riley ekki sjá menn nota skjáina á hliðarlínunni en nú hefur hann breytt sinni skoðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×