Erlent

Enn mótmælt eftir afsögn Morales

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Mótmælendur í höfuðborginni La Paz í dag.
Mótmælendur í höfuðborginni La Paz í dag. Vísir/AP
Stjórnarandstæðingar í Bólivíu mótmæltu áfram í dag þótt Evo Morales forseti hafi sagt af sér í gærkvöldi. Mótmælendur og herinn þrýstu á afsögn eftir að Morales lýsti yfir sigri í nýliðnum forsetakosningum. Fullyrtu að hann hefði stolið kosningunum.Morales sat þrjú kjörtímabil og efndi árið 2016 til þjóðaratkvæðagreiðslu um að heimila forseta að sitja lengur. Því var hafnað en stjórnlagadómstóll ákvað þrátt fyrir það að heimila slíkt.Afsögnin kom eftir að eftirlitsaðilar sögðu bresti í framkvæmd kosninganna. Forsetar Venesúela og Kúbu og leiðtogi breska Verkamannaflokksins segja valdarán hafa verið framið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.