Baldur Sigurðsson í FH | Sjáðu viðtal við hann á fyrstu æfingunni Anton Ingi Leifsson skrifar 11. nóvember 2019 19:14 Baldur er mættur í svart og hvítt á nýjan leik. vísir/skjáskot Baldur Sigurðsson er genginn í raðir FH en Fimleikafélagið staðfesti þetta á miðlum sínum í kvöld. Baldur kemur til FH frá Stjörnunni en hann samdi ekki áfram við félagið eftir tímabilið í sumar eftir að hafa leikið í Garðabæ frá árinu 2016. Þar áður hafði hann leikið í atvinnumennsku sem og með KR og Keflavík en hann er uppalinn á Húsavík þar sem hann hóf sinn meistaraflokksferil með Völsungi. Baldur hefur leikið 417 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 100 mörk en hann semur til FH til eins árs. Guðjón Guðmundsson hitti á Baldur í dag er hann var á sinni fyrstu æfingu með FH í nýju knattspyrnuhúsi þeirra, Skessunni. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.Klippa: Baldur Sigurðsson í FH „Mér líst feikilega vel á þetta. Það er ekki leiðinlegt að koma á fyrstu æfinguna í þessari höll. Það er góð tilfinning að vera kominn í lið eins og FH,“ sagði Baldur. Tók þetta langan tíma að skrifa undir hjá FH? „Þetta var kannski tvær eða þrjár vikur. Eftir að þetta kom upp með Stjörnuna þurfti maður að hugsa kostina vel. Maður vissi ekki hvað myndi bjóðast. Áhuginn var góður og ég er ánægður með það.“ „Ég er ánægður með að maður sé eftirsóknarverður í samráði við fjölskyldu og hvað sé best fyrir mann. Ég er virkilega ánægður með þessa lendingu.“ Hvaða hlutverki er Baldri ætlað í Fimleikafélaginu? „Það á eftir að koma í ljós. Ég held að ég sé að koma inn sem þessi leikmaður sem ég er; ákveðinn leiðtogi og með mikinn metnað. Mér finnst ég hafa mikið fram að færa og ég trúi því að við getum gert góða hluti næsta sumar.“ „Hérna er besta aðstaða landsins. Punktur. Ég er virkilega spenntur að nýta hana. Þessi höll sýnir að þetta er algjörlega frábært,“ sagði Baldur að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjá meira
Baldur Sigurðsson er genginn í raðir FH en Fimleikafélagið staðfesti þetta á miðlum sínum í kvöld. Baldur kemur til FH frá Stjörnunni en hann samdi ekki áfram við félagið eftir tímabilið í sumar eftir að hafa leikið í Garðabæ frá árinu 2016. Þar áður hafði hann leikið í atvinnumennsku sem og með KR og Keflavík en hann er uppalinn á Húsavík þar sem hann hóf sinn meistaraflokksferil með Völsungi. Baldur hefur leikið 417 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 100 mörk en hann semur til FH til eins árs. Guðjón Guðmundsson hitti á Baldur í dag er hann var á sinni fyrstu æfingu með FH í nýju knattspyrnuhúsi þeirra, Skessunni. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.Klippa: Baldur Sigurðsson í FH „Mér líst feikilega vel á þetta. Það er ekki leiðinlegt að koma á fyrstu æfinguna í þessari höll. Það er góð tilfinning að vera kominn í lið eins og FH,“ sagði Baldur. Tók þetta langan tíma að skrifa undir hjá FH? „Þetta var kannski tvær eða þrjár vikur. Eftir að þetta kom upp með Stjörnuna þurfti maður að hugsa kostina vel. Maður vissi ekki hvað myndi bjóðast. Áhuginn var góður og ég er ánægður með það.“ „Ég er ánægður með að maður sé eftirsóknarverður í samráði við fjölskyldu og hvað sé best fyrir mann. Ég er virkilega ánægður með þessa lendingu.“ Hvaða hlutverki er Baldri ætlað í Fimleikafélaginu? „Það á eftir að koma í ljós. Ég held að ég sé að koma inn sem þessi leikmaður sem ég er; ákveðinn leiðtogi og með mikinn metnað. Mér finnst ég hafa mikið fram að færa og ég trúi því að við getum gert góða hluti næsta sumar.“ „Hérna er besta aðstaða landsins. Punktur. Ég er virkilega spenntur að nýta hana. Þessi höll sýnir að þetta er algjörlega frábært,“ sagði Baldur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjá meira