Íslenski boltinn

Pétur Viðarsson hættur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pétur ásamt miðverðinum Kassim Doumbia en þeir náðu afar vel saman í vörn FH er Malí-maðurinn lék með liðinu.
Pétur ásamt miðverðinum Kassim Doumbia en þeir náðu afar vel saman í vörn FH er Malí-maðurinn lék með liðinu. vísir/andri marinó

Pétur Viðarsson, knattspyrnumaður í FH, er hættur knattspyrnuiðkun en þetta staðfesti hann í samtali við Guðmund Hilmarsson á Morgunblaðinu í dag.

Pétur, sem er fæddur árið 1987, lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk FH árið 2006 og hefur síðan þá verið mikilvægur hluti af FH-liðinu.

Pétur hefur unnið fimm Íslandsmeistaratitla og einn bikarmeistaratitil en en leikirnir í meistaraflokki urðu 250. Hann skoraði í þeim tólf mörk.

„Þetta er búið að blunda í mér og ég held að þetta sé bara orðið gott. Þetta er bú­inn að vera ótrú­lega skemmti­leg­ur tími og frá­bær for­rétt­indi að fá að spila fyr­ir þenn­an klúbb og taka þátt í vel­gengn­inni sem hef­ur verið hjá fé­lag­inu,“ sagði Pét­ur í sam­tali við Morgunblaðið.

„Ég hef fengið að taka þátt í ótrú­legu æv­in­týri, Evr­ópu­ferðirn­ar all­ar og vinna marga titla með liðinu. Mér finnst eins og ég sé ný­byrjaður og fyndið að ég sé bú­inn að taka tólf tíma­bil með FH.“

Pétur er orðinn pulsusali en hann rekur einn elsta veitingastað í Hafnarfirði, Pylsubarinn, en hann hefur nú stýrt þar ferðinni í tæplega eitt og hálft ár.

„Ég held að þetta sé rétti punkt­ur­inn að hætta. Ég gæti vel haldið áfram að spila en nú eru aðrir hlut­ir í for­gangi hjá mér og það taka bara ein­hverj­ir aðrir við og leysa mig af hólmi. Ég skil mjög sátt­ur við fer­il­inn og er þakk­lát­ur öllu því fólki sem ég hef kynnst á þess­um tíma og ekki síst liðsfé­lög­un­um í öll þessi ár. Þetta er búið að vera ótrú­lega skemmti­legt og það er alls ekki sjálf­gefið að taka þátt í vel­gengni eins og hef­ur verið hjá FH,“ sagði Pét­ur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.