Erlent

Segjast hafa fellt tvo íslamska víga­menn

Atli Ísleifsson skrifar
Menn leita skjóls vegna eldflaugaárása á Sderot í suðurhluta Ísraels.
Menn leita skjóls vegna eldflaugaárása á Sderot í suðurhluta Ísraels. Getty

Ísraelar gerðu enn eina loftárásina á Gasasvæðið í morgun og segjast hafa fellt tvo íslamska vígamenn. Eldflaugaskot frá Gasa hófust einnig á ný í morgun eftir hlé í nótt.

Talið er að allt í allt hafi tólf Palestínumenn fallið í átökum síðustu daga. Ísraelski herinn segir að frá Gasa hafi 250 eldflaugum verið skotið á Ísrael síðustu daga en átökin hófust eftir að Ísraelar réðu háttsettann meðlim PIJ samtakanna á Gasa af dögum í loftárás.

Skólar í Ísrael í grennd við landamærin að Gasa hafa verið lokaðir og þeir verða það áfram, að minnsta kosti í dag.


Tengdar fréttir

Vilja ekki stigmögnun en segjast svara fyrir sig

Um 150 eldflaugum og sprengjum hefur verið skotið frá Gaza á Ísrael í morgun eftir að her Ísrael felldi Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad, í loftárás í nótt.

Eld­flaugum skotið á Ísrael

Eldflaugum var í morgun skotið á Ísrael frá Gasa-svæðinu eftir að Ísraelar réðu háttsettann leiðtoga íslamistasamtaka af dögum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.