Erlent

Segjast hafa fellt tvo íslamska víga­menn

Atli Ísleifsson skrifar
Menn leita skjóls vegna eldflaugaárása á Sderot í suðurhluta Ísraels.
Menn leita skjóls vegna eldflaugaárása á Sderot í suðurhluta Ísraels. Getty
Ísraelar gerðu enn eina loftárásina á Gasasvæðið í morgun og segjast hafa fellt tvo íslamska vígamenn. Eldflaugaskot frá Gasa hófust einnig á ný í morgun eftir hlé í nótt.

Talið er að allt í allt hafi tólf Palestínumenn fallið í átökum síðustu daga. Ísraelski herinn segir að frá Gasa hafi 250 eldflaugum verið skotið á Ísrael síðustu daga en átökin hófust eftir að Ísraelar réðu háttsettann meðlim PIJ samtakanna á Gasa af dögum í loftárás.

Skólar í Ísrael í grennd við landamærin að Gasa hafa verið lokaðir og þeir verða það áfram, að minnsta kosti í dag.


Tengdar fréttir

Vilja ekki stigmögnun en segjast svara fyrir sig

Um 150 eldflaugum og sprengjum hefur verið skotið frá Gaza á Ísrael í morgun eftir að her Ísrael felldi Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad, í loftárás í nótt.

Sautján sögð særð eftir eldflaugaskot

Ísraelski herinn felldi einn leiðtoga skæruliðasamtakanna Islamic Jihad með loftárás á Gasasvæðið í nótt. Eldflaugum var skotið til baka.

Eld­flaugum skotið á Ísrael

Eldflaugum var í morgun skotið á Ísrael frá Gasa-svæðinu eftir að Ísraelar réðu háttsettann leiðtoga íslamistasamtaka af dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×