Erlent

Gróður­eldar ógna enn í­búum í Ástralíu

Atli Ísleifsson skrifar
Fimmtíu hús brunnu til grunna í gær en ekkert manntjón varð.
Fimmtíu hús brunnu til grunna í gær en ekkert manntjón varð. Getty

Yfirvöld í Ástralíu vara við því að hinir gríðarlegu gróðureldar sem nú brenna í tveimur ríkjum landsins verði áfram hættulegir þrátt fyrir að veðurskilyrði hafi skánað. Um 150 eldar brenna enn á svæðinu, í New South Wales og í Queensland.

Fimmtíu hús brunnu til grunna í gær en ekkert manntjón varð. Eldarnir hafa meðal annars kviknað í úthverfum stórborgarinnar Sidney.

Viðvaranir hafa verið lækkaðar af efsta stigi niður í það næstefsta en menn óttast að ástandið versni enn á ný í ljósi þess að sumarið hefur enn ekki náð hápunkti sínum á svæðinu með tilheyrandi þurrkum.


Tengdar fréttir

Þrjú látin í kjarreldum í Ástralíu

Miklir eldar sem nú loga á þurrkasvæðum á austurströnd Ástralíu hafa kostað þrennt lífið. Þá hafa yfir 150 heimili brunnið til grunna og um og yfir 30 manns hafa slasast vegna kjarreldana.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.