Erlent

Þrettán látnir eftir rútu­slys í Slóvakíu

Atli Ísleifsson skrifar
Slysið átti sér stað í bænum Nitranske Hrnciarovce.
Slysið átti sér stað í bænum Nitranske Hrnciarovce. epa
Þrettán manns hið minnsta eru látnir og að minnsta kosti tuttugu slasaðir eftir að rúta rakst á vörubíl í Slóvakíu fyrr í dag.

AP hefur eftir talsmanni björgunaraðila að tala látinna komi til með að hækka.

Slysið átti sér stað í bænum Nitranske Hrnciarovce, um hundrað kílómetrum austur af höfuðborginni Bratislava.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.