Erlent

Þrettán látnir eftir rútu­slys í Slóvakíu

Atli Ísleifsson skrifar
Slysið átti sér stað í bænum Nitranske Hrnciarovce.
Slysið átti sér stað í bænum Nitranske Hrnciarovce. epa

Þrettán manns hið minnsta eru látnir og að minnsta kosti tuttugu slasaðir eftir að rúta rakst á vörubíl í Slóvakíu fyrr í dag.

AP hefur eftir talsmanni björgunaraðila að tala látinna komi til með að hækka.

Slysið átti sér stað í bænum Nitranske Hrnciarovce, um hundrað kílómetrum austur af höfuðborginni Bratislava.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.