Innlent

Kallar eftir því að eignir Samherja verði frystar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Helga Vala Helgadóttir ber mál Samherja saman við kyrrsetningu eigna Sigur Rósar í skattsvikamáli.
Helga Vala Helgadóttir ber mál Samherja saman við kyrrsetningu eigna Sigur Rósar í skattsvikamáli. visir/vilhelm
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að ekkert annað komi til greina í hennar huga en að eignir sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja verði frystar á meðan héraðssaksóknari hefur málið til rannsóknar. Samherji er sakaður um að hafa borið háar fjárhæðir á embættismenn og tengda aðila í Namibíu til að tryggja sér kvóta í landinu.„Í mínum huga kemur ekkert annað til greina en að eignir Samherja verði frystar núna strax á meðan á rannsókn stendur,“ segir Helga Vala.„Um er að ræða rannsókn á mögulegu mútubroti, peningaþvætti og skattalagabrotum. Hér er ekki um einhverja sjoppu að ræða heldur milljarðafyrirtæki með umtalsverð umsvif í fjölda ríkja og skattaskjólssvæðum.“Helga Vala minnir á að eignir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafi verið frystar á meðan rannsókn stóð á skattalagabrotum hljómsveitarmeðlima sem varðað hafi tugi og hundruð milljóna króna.„Þá tel ég heldur ekkert annað koma til greina en að sjávarútvegsráðherra og fyrrverandi stjórnarformaður Samherja stígi til hliðar á meðan á rannsókn héraðssaksóknara stendur enda málið algjörlega fordæmalaust.“Kristján Þór Júlíusson segir í samtali við fréttastofu að fari svo að sjávarútvegsráðherra þurfi að taka ákvarðanir er lúta að því sem fram kom í umfjöllun Kveiks í gær muni hann segja sig frá þeim ákvörðunum.Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.