Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Heimir Már Pétursson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 13. nóvember 2019 13:31 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. Frá fundi hans var greint í Kveik í gær, þar sem fjallað var um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins í Namibíu. Fari svo að sjávarútvegsráðherra þurfi að taka ákvarðanir er lúta að því sem fram kom í umfjölluninni segist hann ætla að segja sig frá þeim. Í samtali við fréttastofu undirstrikar Kristján að heimsókn sín á skrifstofurnar hafi verið „fimm mínútna kurteisishjal og meira veit ég ekki um málið. Ég hef ekkert að fela í þeim efnum,“ segir Kristján. Þannig segist hann ekki hafa vitað að um namibíska áhrifamenn hafi verið að ræða. „Svo er það þannig í þessu blessaða lífi stjórnmálamanna að við hittumst og tökum í hendur á fólki af ólíklegasta toga og þetta er eitt af þeim tilvikum í lífinu,“ segir Kristján.Sjá einnig: „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Hann neitar að hafa verið boðaður sérstaklega til fundar þennan dag. Hans fundur hafi verið persónulegs eðlis og hann ekkert vitað af viðskiptunum sem fjallað var um í Kveiki í gær fyrr en í síðustu viku þegar Stundin spurðist fyrir um málið. Hann segir það Samherja að svara fyrir ásakanirnar og minnir á að hann hafi ekki haft afskipti af fyrirtækinu í nítján ár þegar hann hætti í stjórn fyrirtækisins.Niðurstaða nauðsynleg Engu að síður muni hann gera það sem hann hafi boðað, þegar hann tók við embætti sjávarútvegsráðherra árið 2017. Komi upp mál sem tengist Samherja muni hann meta hæfi sitt - „og það er enginn efi í mínum huga að ef einhver ákvörðun kemur inn á borð sjávarútvegsráðherra í þessum efnum þá mun ég ekki taka ákvörðun í því máli heldur segja mig frá því.“ Hann segir samskipti sín við Samherja í dag vera takmörkuð. „Það er nú þannig að ég hef ekki haft nein einustu afskipti af rekstri eða starfsemi Samherja frá því að ég sat þar í stjórn fyrir 19 árum.“ Hann minnir á að mál Samherja er nú komið á borð héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra og telur Kristján Þór mikilvægt að niðurstaða fáist í málið sem fyrst. Komi á daginn að lög hafi verið brotin muni íslenskt regluverk taka á því. Einstaklingsbundnar skoðanir hans eða annarra á innihaldi Kveiksþáttarins skipti litlu máli í þeim efnum. Kristján segir að sér þyki málið „eðlilega sorglegt.“ Þátturinn hafi verið sláandi og óumdeilt að umfjöllunin muni skaða orðspor íslensk sjávarútvegs. „Þetta er staða sem við glímum við og þurfum að greiða úr með einhverjum hætti. Fyrst af öllu er að niðurstaða rannsókna okkar opinberu eftirlitsstofnana beri ávöxt og komist til einhverrar niðurstöðu.“ Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47 Óttast orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Skattrannsóknarstjóri með gögn frá Namibíu til skoðunar Embætti héraðssaksóknara hefur tekið skýrslu yfir þeim sem hefur ljóstrað upp um meint brot Samherjamanna í Namibíu. 13. nóvember 2019 13:21 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. Frá fundi hans var greint í Kveik í gær, þar sem fjallað var um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins í Namibíu. Fari svo að sjávarútvegsráðherra þurfi að taka ákvarðanir er lúta að því sem fram kom í umfjölluninni segist hann ætla að segja sig frá þeim. Í samtali við fréttastofu undirstrikar Kristján að heimsókn sín á skrifstofurnar hafi verið „fimm mínútna kurteisishjal og meira veit ég ekki um málið. Ég hef ekkert að fela í þeim efnum,“ segir Kristján. Þannig segist hann ekki hafa vitað að um namibíska áhrifamenn hafi verið að ræða. „Svo er það þannig í þessu blessaða lífi stjórnmálamanna að við hittumst og tökum í hendur á fólki af ólíklegasta toga og þetta er eitt af þeim tilvikum í lífinu,“ segir Kristján.Sjá einnig: „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Hann neitar að hafa verið boðaður sérstaklega til fundar þennan dag. Hans fundur hafi verið persónulegs eðlis og hann ekkert vitað af viðskiptunum sem fjallað var um í Kveiki í gær fyrr en í síðustu viku þegar Stundin spurðist fyrir um málið. Hann segir það Samherja að svara fyrir ásakanirnar og minnir á að hann hafi ekki haft afskipti af fyrirtækinu í nítján ár þegar hann hætti í stjórn fyrirtækisins.Niðurstaða nauðsynleg Engu að síður muni hann gera það sem hann hafi boðað, þegar hann tók við embætti sjávarútvegsráðherra árið 2017. Komi upp mál sem tengist Samherja muni hann meta hæfi sitt - „og það er enginn efi í mínum huga að ef einhver ákvörðun kemur inn á borð sjávarútvegsráðherra í þessum efnum þá mun ég ekki taka ákvörðun í því máli heldur segja mig frá því.“ Hann segir samskipti sín við Samherja í dag vera takmörkuð. „Það er nú þannig að ég hef ekki haft nein einustu afskipti af rekstri eða starfsemi Samherja frá því að ég sat þar í stjórn fyrir 19 árum.“ Hann minnir á að mál Samherja er nú komið á borð héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra og telur Kristján Þór mikilvægt að niðurstaða fáist í málið sem fyrst. Komi á daginn að lög hafi verið brotin muni íslenskt regluverk taka á því. Einstaklingsbundnar skoðanir hans eða annarra á innihaldi Kveiksþáttarins skipti litlu máli í þeim efnum. Kristján segir að sér þyki málið „eðlilega sorglegt.“ Þátturinn hafi verið sláandi og óumdeilt að umfjöllunin muni skaða orðspor íslensk sjávarútvegs. „Þetta er staða sem við glímum við og þurfum að greiða úr með einhverjum hætti. Fyrst af öllu er að niðurstaða rannsókna okkar opinberu eftirlitsstofnana beri ávöxt og komist til einhverrar niðurstöðu.“
Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47 Óttast orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Skattrannsóknarstjóri með gögn frá Namibíu til skoðunar Embætti héraðssaksóknara hefur tekið skýrslu yfir þeim sem hefur ljóstrað upp um meint brot Samherjamanna í Namibíu. 13. nóvember 2019 13:21 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Sjá meira
„Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47
Óttast orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20
Skattrannsóknarstjóri með gögn frá Namibíu til skoðunar Embætti héraðssaksóknara hefur tekið skýrslu yfir þeim sem hefur ljóstrað upp um meint brot Samherjamanna í Namibíu. 13. nóvember 2019 13:21