Hafnar áhrifum Rússa á kosningar Ari Brynjólfsson skrifar 16. nóvember 2019 09:00 Johnson setti sig í stellingar Winstons Churchill, forvera síns í embætti, þegar hann heimsótti sælgætisverksmiðju í gær. Nordicphotos/Getty Bretland Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir engar sannanir fyrir því að Rússar hafi haft einhver áhrif á bresk stjórnmál. Johnson var í beinni útsendingu hjá breska ríkisútvarpinu BBC í gær þar sem hann svaraði innhringjendum. Fengust þá svör við ýmsum spurningum. Var hann meðal annars spurður hvers vegna skýrsla leyniþjónustunefndar breska þingsins væri ekki birt fyrir þingkosningarnar 12. desember næstkomandi. Í skýrslunni hefur verið sagt að greint verði frá gögnum bresku leyniþjónustunnar um að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á þjóðaratkvæðagreiðsluna um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu árið 2016. Einnig að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á þingkosningarnar 2017. Skýrslan hefur verið tilbúin síðan í mars og er nú í yfirlestri á skrifstofu forsætisráðherrans. Dominic Grieve, formaður leyniþjónustunefndarinnar, hefur hvatt til að skýrslan yrði birt fyrir kosningar þar sem innihaldið skipti kjósendur máli. Hillary Clinton, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður í Bandaríkjunum, hefur einnig hvatt til að skýrslan yrði birt. Johnson svaraði þessu rólega og sagði þetta ferli eðlilegt. „Það er engin ástæða til að breyta hefðbundnu verkferli og birta þessa skýrslu bara af því að það eru kosningar,“ sagði Johnson. Hann varaði við því að stimpla Rússa sem einhver illmenni og vísaði því á bug að Rússar hefðu haft áhrif á kosningar í Bretlandi. „Það eru engar sannanir fyrir því og þú þarft að fara varlega. Það er ekki hægt að kasta rýrð á alla sem koma frá ákveðnu landi, bara vegna þjóðernis þeirra.“ Johnson hafnaði sögusögnum um að hann hefði boðið Nigel Farage, leiðtoga Brexit-flokksins, aðalstign í skiptum fyrir að afturkalla frambjóðendur í mikilvægum kjördæmum. Hann var þá spurður hvort kjósendur gætu samsamað sig með honum. „Ég hef ekki hugmynd um það,“ sagði Johnson. „Það er bara almenningur sem metur það. Þetta er örugglega erfiðasta spurning sem ég hef fengið.“ Talið barst þá að börnunum hans og hvort þau væru í einkaskóla. „Ég ræði ekki um börnin mín opinberlega. Staðhæfingar um að börnin mín hafi aldrei farið í opinbera skóla eru rangar,“ sagði Johnson. „Ég vil að allir okkar skólar séu frábærir og ég vil að öll börn hafi sömu tækifærin.“ Birtist í Fréttablaðinu Bretland Kosningar í Bretlandi Rússland Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Bretland Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir engar sannanir fyrir því að Rússar hafi haft einhver áhrif á bresk stjórnmál. Johnson var í beinni útsendingu hjá breska ríkisútvarpinu BBC í gær þar sem hann svaraði innhringjendum. Fengust þá svör við ýmsum spurningum. Var hann meðal annars spurður hvers vegna skýrsla leyniþjónustunefndar breska þingsins væri ekki birt fyrir þingkosningarnar 12. desember næstkomandi. Í skýrslunni hefur verið sagt að greint verði frá gögnum bresku leyniþjónustunnar um að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á þjóðaratkvæðagreiðsluna um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu árið 2016. Einnig að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á þingkosningarnar 2017. Skýrslan hefur verið tilbúin síðan í mars og er nú í yfirlestri á skrifstofu forsætisráðherrans. Dominic Grieve, formaður leyniþjónustunefndarinnar, hefur hvatt til að skýrslan yrði birt fyrir kosningar þar sem innihaldið skipti kjósendur máli. Hillary Clinton, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður í Bandaríkjunum, hefur einnig hvatt til að skýrslan yrði birt. Johnson svaraði þessu rólega og sagði þetta ferli eðlilegt. „Það er engin ástæða til að breyta hefðbundnu verkferli og birta þessa skýrslu bara af því að það eru kosningar,“ sagði Johnson. Hann varaði við því að stimpla Rússa sem einhver illmenni og vísaði því á bug að Rússar hefðu haft áhrif á kosningar í Bretlandi. „Það eru engar sannanir fyrir því og þú þarft að fara varlega. Það er ekki hægt að kasta rýrð á alla sem koma frá ákveðnu landi, bara vegna þjóðernis þeirra.“ Johnson hafnaði sögusögnum um að hann hefði boðið Nigel Farage, leiðtoga Brexit-flokksins, aðalstign í skiptum fyrir að afturkalla frambjóðendur í mikilvægum kjördæmum. Hann var þá spurður hvort kjósendur gætu samsamað sig með honum. „Ég hef ekki hugmynd um það,“ sagði Johnson. „Það er bara almenningur sem metur það. Þetta er örugglega erfiðasta spurning sem ég hef fengið.“ Talið barst þá að börnunum hans og hvort þau væru í einkaskóla. „Ég ræði ekki um börnin mín opinberlega. Staðhæfingar um að börnin mín hafi aldrei farið í opinbera skóla eru rangar,“ sagði Johnson. „Ég vil að allir okkar skólar séu frábærir og ég vil að öll börn hafi sömu tækifærin.“
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Kosningar í Bretlandi Rússland Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira