Roger Stone sakfelldur fyrir að hafa logið að bandaríska þinginu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2019 13:37 Roger Stone fyrir utan dómshúsið. getty/Chip Somodevilla Roger Stone, ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var á föstudag sakfelldur fyrir að hafa logið sjö sinnum að bandaríska þinginu, hindrað rannsókn og að hafa reynt að hafa áhrif á framburð vitna. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarspins. Dómurinn frétti af því að hann hafi logið til um það að hann hafi reynt að komast að því hvenær WikiLeaks hygðist birta gögn um tölvupóstsamskipti Hillary Clinton árið 2016. Kviðdómurinn kvað upp úrskurð sinn á föstudag eftir tveggja daga umræður í Washingtonborg. Stone gæti átt yfir höfði sér tuttugu ára fangelsisvist bara fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á framburð vitna. Fyrir hvert og eitt hinna brotanna gæti hann áttátt yfir höfði sér fimm ára fangelsisvist. Dómurinn frétti af því að Stone hafi logið í september 2017 þegar hann bar vitni í rannsókn neðri deildar Bandaríkjaþings á meintum afskiptum Rússa á forsetakosningum Bandaríkjanna ári áður. Þá var hann spurður út í birtingu WikiLeaks á gögnum um Clinton sem var mótherji Trumps í forsetakosningunum. Eftir að dómsúrskurðurinn var kveðinn upp á föstudag hélt Trump því fram að Stone hafi verið fórnarlamb „tvískinnungs,“ og sagði að meðal annarra hafi Hillary Clinton og fyrrverandi yfirmenn löggæslunnar og leyniþjónustunnar líka logið þegar þau báru vitni fyrir þinginu.....A double standard like never seen before in the history of our Country? — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 15, 2019 Þá var John Podesta, einn kosningastjóra Clinton kosningaherferðarinnar, heldur sáttur með niðurstöðu dómsins.Just about to take off on a long transatlantic flight in a middle coach seat. I think I will just sit back, relax, and enjoy it:https://t.co/JkvyMZRx7j — John Podesta (@johnpodesta) November 15, 2019 Stone er sjötti aðstoðarmaður- eða ráðgjafi Trumps sem hefur verið sakfelldur í sakamáli í kjölfar þess að skýrsla Roberts Mueller var gerð opinber. Dómurinn komst að því að Stone hafi meðal annars logið til um samtöl sín við starfsmenn Trump-kosningabaráttunnar og meinta milligöngu sína við WikiLeaks í ágúst 2016. Þá hafi hann einnig logið til um tilveru ákveðinna SMS skilaboða og tölvupósta. Saksóknari sagði við dóminn að Stone hafi logið til að venda ímynd Trumps. Stone hélt því sjálfur fram að verið væri að sækja málið gegn honum í pólitískum tilgangi. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump rifjar upp Mueller-æfingarnar Orð og setningar eins og nornaveiðar, hneyksli, forsetaáreiti, "það hefur aldrei verið komið jafn illa fram við forseta“ og "þetta má ekki gerast aftur“, eru farin að birtast í miklu magni á Twitter-síðu Trump og í yfirlýsingum hans til fjölmiðla. 27. september 2019 17:15 Vildi að dómsmálaráðherrann hreinsaði sig af sök Eftir að Hvíta húsið birti minnisblað um umdeilt símtal Trump við Úkraínuforseta vildi forsetinn að dómsmálaráðherrann héldi blaðamannafund þar sem hann segði ekkert ólöglegt hafa átt sér stað í símtalinu. 7. nóvember 2019 07:39 Skipað að afhenda óritskoðaða skýrslu Muellers Alríkisdómari staðfesti í dag lögmæti rannsóknar demókrata á því hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot. 25. október 2019 23:33 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Sjá meira
Roger Stone, ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var á föstudag sakfelldur fyrir að hafa logið sjö sinnum að bandaríska þinginu, hindrað rannsókn og að hafa reynt að hafa áhrif á framburð vitna. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarspins. Dómurinn frétti af því að hann hafi logið til um það að hann hafi reynt að komast að því hvenær WikiLeaks hygðist birta gögn um tölvupóstsamskipti Hillary Clinton árið 2016. Kviðdómurinn kvað upp úrskurð sinn á föstudag eftir tveggja daga umræður í Washingtonborg. Stone gæti átt yfir höfði sér tuttugu ára fangelsisvist bara fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á framburð vitna. Fyrir hvert og eitt hinna brotanna gæti hann áttátt yfir höfði sér fimm ára fangelsisvist. Dómurinn frétti af því að Stone hafi logið í september 2017 þegar hann bar vitni í rannsókn neðri deildar Bandaríkjaþings á meintum afskiptum Rússa á forsetakosningum Bandaríkjanna ári áður. Þá var hann spurður út í birtingu WikiLeaks á gögnum um Clinton sem var mótherji Trumps í forsetakosningunum. Eftir að dómsúrskurðurinn var kveðinn upp á föstudag hélt Trump því fram að Stone hafi verið fórnarlamb „tvískinnungs,“ og sagði að meðal annarra hafi Hillary Clinton og fyrrverandi yfirmenn löggæslunnar og leyniþjónustunnar líka logið þegar þau báru vitni fyrir þinginu.....A double standard like never seen before in the history of our Country? — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 15, 2019 Þá var John Podesta, einn kosningastjóra Clinton kosningaherferðarinnar, heldur sáttur með niðurstöðu dómsins.Just about to take off on a long transatlantic flight in a middle coach seat. I think I will just sit back, relax, and enjoy it:https://t.co/JkvyMZRx7j — John Podesta (@johnpodesta) November 15, 2019 Stone er sjötti aðstoðarmaður- eða ráðgjafi Trumps sem hefur verið sakfelldur í sakamáli í kjölfar þess að skýrsla Roberts Mueller var gerð opinber. Dómurinn komst að því að Stone hafi meðal annars logið til um samtöl sín við starfsmenn Trump-kosningabaráttunnar og meinta milligöngu sína við WikiLeaks í ágúst 2016. Þá hafi hann einnig logið til um tilveru ákveðinna SMS skilaboða og tölvupósta. Saksóknari sagði við dóminn að Stone hafi logið til að venda ímynd Trumps. Stone hélt því sjálfur fram að verið væri að sækja málið gegn honum í pólitískum tilgangi.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump rifjar upp Mueller-æfingarnar Orð og setningar eins og nornaveiðar, hneyksli, forsetaáreiti, "það hefur aldrei verið komið jafn illa fram við forseta“ og "þetta má ekki gerast aftur“, eru farin að birtast í miklu magni á Twitter-síðu Trump og í yfirlýsingum hans til fjölmiðla. 27. september 2019 17:15 Vildi að dómsmálaráðherrann hreinsaði sig af sök Eftir að Hvíta húsið birti minnisblað um umdeilt símtal Trump við Úkraínuforseta vildi forsetinn að dómsmálaráðherrann héldi blaðamannafund þar sem hann segði ekkert ólöglegt hafa átt sér stað í símtalinu. 7. nóvember 2019 07:39 Skipað að afhenda óritskoðaða skýrslu Muellers Alríkisdómari staðfesti í dag lögmæti rannsóknar demókrata á því hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot. 25. október 2019 23:33 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Sjá meira
Trump rifjar upp Mueller-æfingarnar Orð og setningar eins og nornaveiðar, hneyksli, forsetaáreiti, "það hefur aldrei verið komið jafn illa fram við forseta“ og "þetta má ekki gerast aftur“, eru farin að birtast í miklu magni á Twitter-síðu Trump og í yfirlýsingum hans til fjölmiðla. 27. september 2019 17:15
Vildi að dómsmálaráðherrann hreinsaði sig af sök Eftir að Hvíta húsið birti minnisblað um umdeilt símtal Trump við Úkraínuforseta vildi forsetinn að dómsmálaráðherrann héldi blaðamannafund þar sem hann segði ekkert ólöglegt hafa átt sér stað í símtalinu. 7. nóvember 2019 07:39
Skipað að afhenda óritskoðaða skýrslu Muellers Alríkisdómari staðfesti í dag lögmæti rannsóknar demókrata á því hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot. 25. október 2019 23:33