Allir björguðust úr íbúðarhúsinu sem brann á Akureyri Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. nóvember 2019 11:15 Húsið sem brann á Akureyri í dag er ónýtt. Allir íbúar komust út. Vísir/Tryggvi Páll Tryggvason Slökkvistarfi er að mestu lokið á Norðurgötu á Akureyri en mikill eldur kom upp í íbúðarhúsi á sjötta tímanum í nótt. Í húsinu eru þrjár íbúðir og náðu íbúar tveggja þeirra að koma sér út. Um tíma var talið að íbúi hafi hugsanlega verið í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp en lögregla hefur nú náð tali af öllum íbúum hússins. Óskað hefur verið eftir aðstoð áfallateymis Rauða kross Íslands fyrir íbúana. Búið er að ráða niðurlögum eldsins en slökkvilið er enn að störfum á vettvangi samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Er slökkvistarfi lýkur mun lögreglan taka við vettvangnum. Óskað hefur verið eftir aðstoð tæknideildar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu til þess að sjá um tæknirannsókn á vettvangi. Eldsupptök eru enn óljós og er rannsókn málsins á frumstigi. Mynd/Karen Ósk BirgisdóttirKlukkan 05:14 í nótt fengu lögregla og slökkvilið á Akureyri tilkynninguna um eldinn í íbúðarhúsinu við Norðurgötu. Strax var ljóst að um mikinn eld var að ræða en húsið er gamalt timburhús klætt með bárujárni og var það í ljósum logum. Húsið er gjörónýtt. Mikill reykur var á svæðinu og voru íbúar beðnir að loka gluggum og halda sig fjarri vettvanginum. Karen Ósk Birgisdóttir, íbúi í næsta húsi við húsið sem brann, segir í samtali við fréttastofu að slökkviliðið hafi unnið mikið þrekvirki í morgunn. „Við vöknum og lokum öllum gluggum og þá er húsið að brenna,“ segir Karen Ósk. Slökkvilið var þá komið á staðinn og byrjað að reyna að ráða niðurlögum eldsins. Meðfylgjandi myndband tók Karen Ósk að störfum slökkviliðsins á vettvangi. „Það er sunnanátt og húsið okkar er norðan við okkur þannig að vindurinn blés í hina áttina. Ef að það hefði verið norðanátt þá hefðum við þurft að fara út.“ Karen Ósk segir að eldurinn hafi verið mikill og reykurinn þykkur á svæðinu. „Slökkviliðið á náttúrulega bara hrós skilið og eru búnir að standa sig rosalega vel.Mynd/ Karen Ósk BirgisdóttirEins og Vigfús Bjarkason, varðstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag þurfti að rífa þakið af húsinu til þess að ná að tökum á eldinum. Slökkvilið var á störfum í nokkrar klukkustundir og um tíma var ekki vitað hvort að það hefði náð að bjarga öllum út í tæka tíð, þar sem ekki náðist samband við alla íbúa hússins. Íbúðin var mannlaus þegar eldurinn kom upp samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Slökkviliði Akureyrar. Myndbandið hér að neðan tók fréttamaður okkar á vettvangi fyrr í dag. Akureyri Lögreglumál Slökkvilið Tengdar fréttir Eldsvoði á Eyrinni á Akureyri Íbúar eru beðnir að loka gluggum á meðan þetta varir. 17. nóvember 2019 08:01 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Slökkvistarfi er að mestu lokið á Norðurgötu á Akureyri en mikill eldur kom upp í íbúðarhúsi á sjötta tímanum í nótt. Í húsinu eru þrjár íbúðir og náðu íbúar tveggja þeirra að koma sér út. Um tíma var talið að íbúi hafi hugsanlega verið í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp en lögregla hefur nú náð tali af öllum íbúum hússins. Óskað hefur verið eftir aðstoð áfallateymis Rauða kross Íslands fyrir íbúana. Búið er að ráða niðurlögum eldsins en slökkvilið er enn að störfum á vettvangi samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Er slökkvistarfi lýkur mun lögreglan taka við vettvangnum. Óskað hefur verið eftir aðstoð tæknideildar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu til þess að sjá um tæknirannsókn á vettvangi. Eldsupptök eru enn óljós og er rannsókn málsins á frumstigi. Mynd/Karen Ósk BirgisdóttirKlukkan 05:14 í nótt fengu lögregla og slökkvilið á Akureyri tilkynninguna um eldinn í íbúðarhúsinu við Norðurgötu. Strax var ljóst að um mikinn eld var að ræða en húsið er gamalt timburhús klætt með bárujárni og var það í ljósum logum. Húsið er gjörónýtt. Mikill reykur var á svæðinu og voru íbúar beðnir að loka gluggum og halda sig fjarri vettvanginum. Karen Ósk Birgisdóttir, íbúi í næsta húsi við húsið sem brann, segir í samtali við fréttastofu að slökkviliðið hafi unnið mikið þrekvirki í morgunn. „Við vöknum og lokum öllum gluggum og þá er húsið að brenna,“ segir Karen Ósk. Slökkvilið var þá komið á staðinn og byrjað að reyna að ráða niðurlögum eldsins. Meðfylgjandi myndband tók Karen Ósk að störfum slökkviliðsins á vettvangi. „Það er sunnanátt og húsið okkar er norðan við okkur þannig að vindurinn blés í hina áttina. Ef að það hefði verið norðanátt þá hefðum við þurft að fara út.“ Karen Ósk segir að eldurinn hafi verið mikill og reykurinn þykkur á svæðinu. „Slökkviliðið á náttúrulega bara hrós skilið og eru búnir að standa sig rosalega vel.Mynd/ Karen Ósk BirgisdóttirEins og Vigfús Bjarkason, varðstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag þurfti að rífa þakið af húsinu til þess að ná að tökum á eldinum. Slökkvilið var á störfum í nokkrar klukkustundir og um tíma var ekki vitað hvort að það hefði náð að bjarga öllum út í tæka tíð, þar sem ekki náðist samband við alla íbúa hússins. Íbúðin var mannlaus þegar eldurinn kom upp samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Slökkviliði Akureyrar. Myndbandið hér að neðan tók fréttamaður okkar á vettvangi fyrr í dag.
Akureyri Lögreglumál Slökkvilið Tengdar fréttir Eldsvoði á Eyrinni á Akureyri Íbúar eru beðnir að loka gluggum á meðan þetta varir. 17. nóvember 2019 08:01 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Eldsvoði á Eyrinni á Akureyri Íbúar eru beðnir að loka gluggum á meðan þetta varir. 17. nóvember 2019 08:01