Enski boltinn

Abramovich fannst Agüero of dýr

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Agüero er markahæsti leikmaður í sögu Manchester City.
Agüero er markahæsti leikmaður í sögu Manchester City. vísir/getty
Chelsea hefði getað keypt Sergio Agüero sumarið 2010 en Roman Abramovich, eiganda félagsins, fannst hann of dýr. The Atheltic greinir frá.

Abramovich var ekki tilbúinn að borga 40 milljónir punda fyrir Agüero sem var þá nýbúinn að vinna Evrópudeildina með Atlético Madrid.

Nokkrum mánuðum síðar keypti Chelsea Fernando Torres frá Liverpool á 50 milljónir punda. Það eru ein verstu félagaskipti í sögu Chelsea.

Sumarið 2011 keypti Manchester City Agüero frá Atlético fyrir 38 milljónir punda.

Hann hefur fjórum sinnum orðið Englandsmeistari með City og er markahæsti leikmaður í sögu félagsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.