Erlent

Olía lak úr Key­stone-leiðslunni í Norður-Dakóta

Atli Ísleifsson skrifar
Lekinn hafði áhrif á um tvö þúsund fermetra lands.
Lekinn hafði áhrif á um tvö þúsund fermetra lands. AP
Rúmlega níu þúsund tunnur af olíu hafa lekið úr Keystone-olíuleiðslunni í Norður-Dakóta í norðurhluta Bandaríkjanna.Um er að ræða einn mesta olíulekann á landi í Bandaríkjunum síðasta áratuginn. Lekinn varð norður af Edinburg í norðausturhluta ríkisins og hafði áhrif á um tvö þúsund fermetra lands.Í frétt CNN segir að rekstraraðilar hafi tekið eftir lækkun þrýstings í leiðslunni á þriðjudag og var þá lokað á flæði um leið.Hatrammar deilur hafa staðið um útvíkkun Keystone-leiðslunnar þar sem umhverfisverndarsinnar hafa harðlega gagnrýnt áformin. Keystone-olíuleiðslan var vígð 2010 og hafa lekar verið algengari en TC Energy gerði ráð fyrir í áhættumati sínu.Talsmaður TC Energy, sem á og rekur Keystone leiðsluna, segir óháðan aðila hafa verið fenginn til að rannsaka leiðsluna í kjölfar lekans.Keystone-olíuleiðslukerfið er um 4.200 kílómetrar að lengd og nær frá Alberta í Kanada, austur til Manitoba og suður til Texas.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.