Erlent

Olía lak úr Key­stone-leiðslunni í Norður-Dakóta

Atli Ísleifsson skrifar
Lekinn hafði áhrif á um tvö þúsund fermetra lands.
Lekinn hafði áhrif á um tvö þúsund fermetra lands. AP

Rúmlega níu þúsund tunnur af olíu hafa lekið úr Keystone-olíuleiðslunni í Norður-Dakóta í norðurhluta Bandaríkjanna.

Um er að ræða einn mesta olíulekann á landi í Bandaríkjunum síðasta áratuginn. Lekinn varð norður af Edinburg í norðausturhluta ríkisins og hafði áhrif á um tvö þúsund fermetra lands.

Í frétt CNN segir að rekstraraðilar hafi tekið eftir lækkun þrýstings í leiðslunni á þriðjudag og var þá lokað á flæði um leið.

Hatrammar deilur hafa staðið um útvíkkun Keystone-leiðslunnar þar sem umhverfisverndarsinnar hafa harðlega gagnrýnt áformin. Keystone-olíuleiðslan var vígð 2010 og hafa lekar verið algengari en TC Energy gerði ráð fyrir í áhættumati sínu.

Talsmaður TC Energy, sem á og rekur Keystone leiðsluna, segir óháðan aðila hafa verið fenginn til að rannsaka leiðsluna í kjölfar lekans.

Keystone-olíuleiðslukerfið er um 4.200 kílómetrar að lengd og nær frá Alberta í Kanada, austur til Manitoba og suður til Texas.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.