Erlent

Líkur á að stríð brjótist út aftur

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Einn maður lést í loftárásunum.
Einn maður lést í loftárásunum. AP/Khalil Hamra

Einn Palestínumaður er látinn og tveir eru særðir eftir að Ísraelsmenn gerðu eldflaugaárás á Gaza í morgun. Árásirnar voru svar við eldflaugaárás Palestínumanna, en sú olli þó engu manntjóni. Tíu eldflaugum var skotið frá Palestínu að suðurhluta Ísrael en loftvarnir náðu að stöðva átta þeirra.

Ástandið á Gaza hefur verið eldfimt í rúman áratug en í síðustu tvo mánuði hefur þó verið friðsamt.

Síðast liðið ár hefur þó reglulega komið til átaka á milli Hamasliða og Ísraelsmanna og vopnahlé sem samið var um hafa ekki borið árangur nema til skamms tíma. Þrisvar áður hefur formlegt stríð verið háð í Palestínu og líkur eru á að það fjórða sé í uppsiglingu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.