Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Í kvöldfréttum höldum við áfram að fjalla um málefni framkvæmda við Hverfisgötu en veitingahúsaeigendur ætla krefja Reykjavíkurborg um milljóna skaðabætur vegna tafa sem þar hafa orðið. Reykjavíkurborg ætlar að umbylta undirbúningi framkvæmda þannig að rekstraraðilar fái tilkynningar um þær í tíma.

Við höldum áfram að fjalla um kulnun og streitu sem virðist vera að aukast hér á landi. Fjöllum um Kirkjuþing sem fer nú fram en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra var afar gagnrýnin á kirkjuna í ræðu sinni við setningu Kirkjuþings í gær. Í fréttum verður rætt við Biskup Íslands sem segir breytta tíma blasa við Þjóðkirkjunni.

Þetta og meira til í kvöldfréttum sem verða á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi, klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×