Vilja stytta grunnskólanámið Jón Þórisson skrifar 4. nóvember 2019 07:15 Krakkar við nám í Melaskóla, grunnskóla í Vesturbæ Reykjavíkur. vísir/vilhelm Meðal tillagna sem kynntar verða á fundi Samtaka atvinnulífsins í dag er að stytta grunnskólanám hér á landi, þannig að í stað tíu ára verði grunnskólanám níu ár. Gert er ráð fyrir því í tillögunni að styttingin komi ekki niður á námsefninu heldur verði sumarleyfi grunnskólabarna stytt úr rúmlega tíu vikum í um það bil sjö vikur. „Megindrifkrafturinn að baki þessari tillögu í okkar huga er að bæta námsárangur. Erlendar rannsóknir sýna að löng sumarfrí eins og hér þekkjast hafa slæm áhrif á námsárangur grunnskólabarna og það á sérstaklega við um börn fátækra og innflytjenda,“ segir Davíð Þorláksson forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins og einn höfunda skýrslu þar sem 30 tillögur eru gerðar um úrbætur á menntakerfinu. „En auðvitað skemmir ekki fyrir að þetta hefði mörg önnur jákvæð áhrif. Þetta myndi draga úr skorti á kennurum, þá myndi í þessu felast sparnaður sem væri þá hægt að nota í skólakerfinu til að bæta það enn frekar, þannig að við sjáum margþættar jákvæðar afleiðingar af þessu.“ Meðal annarra tillagna Samtaka atvinnulífsins í menntamálum er sameining háskóla. „Árið 2009 var lagt til að Háskóli Íslands og Landbúnaðarháskólinn yrðu sameinaðir,“ segir Davíð. Ekki hafi orðið meira úr því. Hann segir að árið 2010 hafi verið lagt til að Háskólinn á Bifröst og Háskólinn í Reykjavík yrðu sameinaðir. Ekkert hafi heldur orðið úr því. „Við teljum rétt að í stað þess að festast í einstökum útfærslum yrði þetta skoðað heildstætt og leggjum til að ráðherra skipi nefnd sem myndi skoða alla háskólana og undanskilja ekkert í því sambandi.“ Hann segir þróunina í Evrópu á þann veg að skólum hafi verið fækkað fyrst og fremst til að bæta gæði bæði náms og rannsókna og það hafi gefið góða raun. „Okkur finnst blasa við að sjö háskólar í jafn litlu landi og Íslandi sé of mikið.“ Aðrar tillögur sem kynntar verða á fundinum eru að tryggja leikskólapláss strax að loknu fæðingarorlofi, að sama fjárhæð verði greidd vegna grunnskólabarna óháð rekstrarformi skólanna sem þau sækja og að teknar verði upp fjöldatakmarkanir í háskóla að norrænni fyrirmynd. Meðal þeirra sem taka þátt í umræðum á fundinum eru Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Stefanía Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, og Fjölnir Brynjarsson kennaranemi. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Meðal tillagna sem kynntar verða á fundi Samtaka atvinnulífsins í dag er að stytta grunnskólanám hér á landi, þannig að í stað tíu ára verði grunnskólanám níu ár. Gert er ráð fyrir því í tillögunni að styttingin komi ekki niður á námsefninu heldur verði sumarleyfi grunnskólabarna stytt úr rúmlega tíu vikum í um það bil sjö vikur. „Megindrifkrafturinn að baki þessari tillögu í okkar huga er að bæta námsárangur. Erlendar rannsóknir sýna að löng sumarfrí eins og hér þekkjast hafa slæm áhrif á námsárangur grunnskólabarna og það á sérstaklega við um börn fátækra og innflytjenda,“ segir Davíð Þorláksson forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins og einn höfunda skýrslu þar sem 30 tillögur eru gerðar um úrbætur á menntakerfinu. „En auðvitað skemmir ekki fyrir að þetta hefði mörg önnur jákvæð áhrif. Þetta myndi draga úr skorti á kennurum, þá myndi í þessu felast sparnaður sem væri þá hægt að nota í skólakerfinu til að bæta það enn frekar, þannig að við sjáum margþættar jákvæðar afleiðingar af þessu.“ Meðal annarra tillagna Samtaka atvinnulífsins í menntamálum er sameining háskóla. „Árið 2009 var lagt til að Háskóli Íslands og Landbúnaðarháskólinn yrðu sameinaðir,“ segir Davíð. Ekki hafi orðið meira úr því. Hann segir að árið 2010 hafi verið lagt til að Háskólinn á Bifröst og Háskólinn í Reykjavík yrðu sameinaðir. Ekkert hafi heldur orðið úr því. „Við teljum rétt að í stað þess að festast í einstökum útfærslum yrði þetta skoðað heildstætt og leggjum til að ráðherra skipi nefnd sem myndi skoða alla háskólana og undanskilja ekkert í því sambandi.“ Hann segir þróunina í Evrópu á þann veg að skólum hafi verið fækkað fyrst og fremst til að bæta gæði bæði náms og rannsókna og það hafi gefið góða raun. „Okkur finnst blasa við að sjö háskólar í jafn litlu landi og Íslandi sé of mikið.“ Aðrar tillögur sem kynntar verða á fundinum eru að tryggja leikskólapláss strax að loknu fæðingarorlofi, að sama fjárhæð verði greidd vegna grunnskólabarna óháð rekstrarformi skólanna sem þau sækja og að teknar verði upp fjöldatakmarkanir í háskóla að norrænni fyrirmynd. Meðal þeirra sem taka þátt í umræðum á fundinum eru Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Stefanía Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, og Fjölnir Brynjarsson kennaranemi.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira