Erlent

Hótar að draga al­ríkis­að­stoð til baka

Atli Ísleifsson skrifar
Í eldunum sem nú brenna hafa fjörutíu þúsund hektarar orðið logunum að bráð.
Í eldunum sem nú brenna hafa fjörutíu þúsund hektarar orðið logunum að bráð. AP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar því nú að láta alríkisstjórnina hætta að aðstoða Kalíforníuríki í baráttunni við skógarelda sem nú brenna víða í ríkinu.

Þetta kom fram á Twitter þar sem forsetinn lenti í rifrildi við Gavin Newsom ríkisstjóra Kalíforníu sem oft hefur gagnrýnt forsetann.

Trump sagði eldana vera Newsom að kenna sem hafi klúðrað algjörlega umsjá skóganna í Kalíforníu og því gæti hann sjálfur sér um kennt.

Á það var þó fljótlega bent að stór hluti eldanna sem nú brenna í ríkinu brenna á svæðum sem ekki er skilgreint sem skóglendi.

Rifrildið nú minnir á svipað atvik í fyrra þegar forsetinn kom með sömu fullyrðingar þegar miklir eldar brunnu í Kalíforníu en það tímabilið létu áttatíu og sex manns lífið.

Í eldunum sem nú brenna hafa fjörutíu þúsund hektarar orðið logunum að bráð.


Tengdar fréttir

Víðtækt rafmagnsleysi í Kaliforníu

Ástæða er fyrst og fremst sú að raforkufyrirtæki vilja koma í veg fyrir að fallnar raflínur orsaki fleiri elda en að minnsta kosti eitt fyrirtæki, Pacific Gas & Electric er nú þegar til rannsóknar hjá yfirvöldum eftir að það lokaði fyrir rafmagn hjá 970 þúsund eignum í ríkinu og tilkynntu um að til standi að slökkva á 650 þúsund viðskiptavinum til viðbótar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.