Neyðarástandi lýst yfir í Kaliforníu vegna kjarreldanna Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2019 23:08 Víngerð í Healdsburg í Kaliforníu fuðrar upp í Kincade-eldinum í dag. Vísir/EPA Hátt í tvö hundruð þúsund manns hefur nú verið skipað að yfirgefa heimili sín í norðanverðri Kaliforníu vegna kjarrelda sem geisa þar. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur lýst yfir neyðarástandi í öllu ríkinu. Tugir þúsunda íbúðarhúsa eru sagðir í hættu vegna eldanna og rafmagn hefur verið tekið af svæðum þar sem um milljón manns býr. Búist er við því að milljón manns til viðbótar missi rafmagn fljótlega þegar orkufyrirtæki taka það af til að koma í veg fyrir að fleiri eldar kvikni út frá því, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rýming er í gildi í stórum hluta Sonoma-sýslu, þar á meðal í Santa Rosa. Vegir þar eru sagðir fullir af bílum fólks sem flýr eldana. Eldar hafa þegar brennt um 12.000 hektara lands í Sonoma. Newsom sagði í ávarpi sem hann birti á Twitter í dag að rafmagnsleysið væri ergjandi fyrir alla. Reynt verði að koma því aftur á sem fyrst. Orkufyrirtækið PG&E hefur legið undir harðri gagnrýni vegna viðbragða þess við eldunum. Það stendur frammi fyrir lögsóknum vegna Camp-eldsins sem kviknaði í fyrra og varð 85 manns að bana. Talið er að sá eldur hafi kviknað út frá gömlum tækjabúnaði fyrirtækisins. Til að fyrirbyggja frekari elda við þær kjöraðstæður fyrir kjarrelda sem nú ríkja í Kaliforníu hefur PG&E brugðið til þess ráðs að taka rafmagn af í 36 sýslum þar sem milljónir manna búa. Áfram er búist við hvassviðri og þurrki sem hefur skapað þær eldfimu aðstæður sem nú ógna ríkinu fram á morgundaginn. Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Skógareldar Tengdar fréttir Tvær milljónir gætu verið án rafmagns vegna eldanna Orkufyrirtæki í Kaliforníu segist gætu þurft að taka rafmagn af í 36 sýslum með tvær milljónir íbúa til að koma í veg fyrir frekari skógar- og kjarrelda. 26. október 2019 19:45 90 þúsund flýja skógarelda og milljónir án rafmagns 90 þúsund íbúar í norðurhluta Kaliforníu-ríkis Bandaríkjanna hafa verið beðin um að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem þar geisa. Búist er við að tvær milljónir íbúa verði ríkis verði án rafmagns vegna varúðarráðstafana. 27. október 2019 08:42 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Hátt í tvö hundruð þúsund manns hefur nú verið skipað að yfirgefa heimili sín í norðanverðri Kaliforníu vegna kjarrelda sem geisa þar. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur lýst yfir neyðarástandi í öllu ríkinu. Tugir þúsunda íbúðarhúsa eru sagðir í hættu vegna eldanna og rafmagn hefur verið tekið af svæðum þar sem um milljón manns býr. Búist er við því að milljón manns til viðbótar missi rafmagn fljótlega þegar orkufyrirtæki taka það af til að koma í veg fyrir að fleiri eldar kvikni út frá því, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rýming er í gildi í stórum hluta Sonoma-sýslu, þar á meðal í Santa Rosa. Vegir þar eru sagðir fullir af bílum fólks sem flýr eldana. Eldar hafa þegar brennt um 12.000 hektara lands í Sonoma. Newsom sagði í ávarpi sem hann birti á Twitter í dag að rafmagnsleysið væri ergjandi fyrir alla. Reynt verði að koma því aftur á sem fyrst. Orkufyrirtækið PG&E hefur legið undir harðri gagnrýni vegna viðbragða þess við eldunum. Það stendur frammi fyrir lögsóknum vegna Camp-eldsins sem kviknaði í fyrra og varð 85 manns að bana. Talið er að sá eldur hafi kviknað út frá gömlum tækjabúnaði fyrirtækisins. Til að fyrirbyggja frekari elda við þær kjöraðstæður fyrir kjarrelda sem nú ríkja í Kaliforníu hefur PG&E brugðið til þess ráðs að taka rafmagn af í 36 sýslum þar sem milljónir manna búa. Áfram er búist við hvassviðri og þurrki sem hefur skapað þær eldfimu aðstæður sem nú ógna ríkinu fram á morgundaginn.
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Skógareldar Tengdar fréttir Tvær milljónir gætu verið án rafmagns vegna eldanna Orkufyrirtæki í Kaliforníu segist gætu þurft að taka rafmagn af í 36 sýslum með tvær milljónir íbúa til að koma í veg fyrir frekari skógar- og kjarrelda. 26. október 2019 19:45 90 þúsund flýja skógarelda og milljónir án rafmagns 90 þúsund íbúar í norðurhluta Kaliforníu-ríkis Bandaríkjanna hafa verið beðin um að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem þar geisa. Búist er við að tvær milljónir íbúa verði ríkis verði án rafmagns vegna varúðarráðstafana. 27. október 2019 08:42 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Tvær milljónir gætu verið án rafmagns vegna eldanna Orkufyrirtæki í Kaliforníu segist gætu þurft að taka rafmagn af í 36 sýslum með tvær milljónir íbúa til að koma í veg fyrir frekari skógar- og kjarrelda. 26. október 2019 19:45
90 þúsund flýja skógarelda og milljónir án rafmagns 90 þúsund íbúar í norðurhluta Kaliforníu-ríkis Bandaríkjanna hafa verið beðin um að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem þar geisa. Búist er við að tvær milljónir íbúa verði ríkis verði án rafmagns vegna varúðarráðstafana. 27. október 2019 08:42