Leggjast á eitt og safna fé til góðgerðarmála Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 6. nóvember 2019 08:15 Anna Fríða er spennt fyrir góðgerðardeginum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Allir krakkarnir í skólanum leggjast á eitt og safna peningum til góðgerðarmála,“ segir Anna Fríða Ingvarsdóttir, nemandi í níunda bekk í Hagaskóla. Hún tekur þátt í góðgerðardegi skólans, Gott mál, og er bæði í nemendaráði og fjölmiðlanefnd. „Dagurinn er haldinn á morgun og í ár ætlum við að safna peningum til styrktar Landvernd og Bjartri sýn,“ segir Anna Fríða. „Í fyrra söfnuðum við tveimur til þremur milljónum og frá því að Gott mál var haldið í fyrsta sinn fyrir ellefu árum höfum við safnað rúmlega tuttugu milljónum.“ Gott mál verður haldið í húsnæði skólans á milli klukkan 16 og 19 á morgun og eru allir velkomnir. Í boði verða ýmsar uppákomur sem nemendurnir hafa lagt mikinn metnað í. „Það taka allir þátt en það er misjafnt hvað hver gerir. Tíundi bekkur sér til dæmis alltaf um draugahús sem er sett upp í kjallaranum og svo ákveður hver bekkur hvað hann vill gera,“ segir Anna Fríða. „Það eru margir bekkir með kaffihús í sínum stofum þar sem er selt kaffi og kökur sem við höfum bakað eða fengið í styrki. Áttundi bekkur er með gang þar sem er jólaþema og einn bekkur selur pítsur og sjeik,“ bætir hún við. „Svo geta þeir sem hafa áhuga á tónlist eða söng verið með tónlistaratriði og aðrir með listsýningar. Fólk borgar sig þá inn á sýningarnar og getur keypt listaverkin,“ segir Anna Fríða. Hún segir stemninguna í skólanum dagana i kringum góðgerðardaginn vera skemmtilega og bætir við að krakkarnir læri mikið á því að halda Gott mál. „Það sem við lærum aðallega á þessu er það að gefa út í samfélagið,“ segir Anna Fríða. „Að það snúist ekki allt um að við þurfum nýjan iPad eða tölvu heldur að við getum gert eitthvað gott og með því að halda þennan dag finnum við að við getum hjálpað.“ Aðspurð að því hvernig nemendurnir völdu hvaða málefni skyldi styrkja segir Anna Fríða að allir nemendur hafi getað komið með hugmyndir og svo hafi farið fram kosning. „Við styrktum Bjarta sýn líka í fyrra. Þau reka munaðarleysingjaheimili í Kenía,“ segir hún. Fyrir þá upphæð sem Hagskælingar gáfu samtökunum í fyrra var opnaður skóli fyrir skjólstæðinga Bjartrar sýnar. „Núna eru þau systurskólinn okkar og við ætlum að styrkja þau næstu árin. Landvernd var svo valið því við vorum öll sammála um það hversu mikilvægt er að vernda landið okkar og náttúruna,“ segir Anna Fríða. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
„Allir krakkarnir í skólanum leggjast á eitt og safna peningum til góðgerðarmála,“ segir Anna Fríða Ingvarsdóttir, nemandi í níunda bekk í Hagaskóla. Hún tekur þátt í góðgerðardegi skólans, Gott mál, og er bæði í nemendaráði og fjölmiðlanefnd. „Dagurinn er haldinn á morgun og í ár ætlum við að safna peningum til styrktar Landvernd og Bjartri sýn,“ segir Anna Fríða. „Í fyrra söfnuðum við tveimur til þremur milljónum og frá því að Gott mál var haldið í fyrsta sinn fyrir ellefu árum höfum við safnað rúmlega tuttugu milljónum.“ Gott mál verður haldið í húsnæði skólans á milli klukkan 16 og 19 á morgun og eru allir velkomnir. Í boði verða ýmsar uppákomur sem nemendurnir hafa lagt mikinn metnað í. „Það taka allir þátt en það er misjafnt hvað hver gerir. Tíundi bekkur sér til dæmis alltaf um draugahús sem er sett upp í kjallaranum og svo ákveður hver bekkur hvað hann vill gera,“ segir Anna Fríða. „Það eru margir bekkir með kaffihús í sínum stofum þar sem er selt kaffi og kökur sem við höfum bakað eða fengið í styrki. Áttundi bekkur er með gang þar sem er jólaþema og einn bekkur selur pítsur og sjeik,“ bætir hún við. „Svo geta þeir sem hafa áhuga á tónlist eða söng verið með tónlistaratriði og aðrir með listsýningar. Fólk borgar sig þá inn á sýningarnar og getur keypt listaverkin,“ segir Anna Fríða. Hún segir stemninguna í skólanum dagana i kringum góðgerðardaginn vera skemmtilega og bætir við að krakkarnir læri mikið á því að halda Gott mál. „Það sem við lærum aðallega á þessu er það að gefa út í samfélagið,“ segir Anna Fríða. „Að það snúist ekki allt um að við þurfum nýjan iPad eða tölvu heldur að við getum gert eitthvað gott og með því að halda þennan dag finnum við að við getum hjálpað.“ Aðspurð að því hvernig nemendurnir völdu hvaða málefni skyldi styrkja segir Anna Fríða að allir nemendur hafi getað komið með hugmyndir og svo hafi farið fram kosning. „Við styrktum Bjarta sýn líka í fyrra. Þau reka munaðarleysingjaheimili í Kenía,“ segir hún. Fyrir þá upphæð sem Hagskælingar gáfu samtökunum í fyrra var opnaður skóli fyrir skjólstæðinga Bjartrar sýnar. „Núna eru þau systurskólinn okkar og við ætlum að styrkja þau næstu árin. Landvernd var svo valið því við vorum öll sammála um það hversu mikilvægt er að vernda landið okkar og náttúruna,“ segir Anna Fríða.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira