Innlent

Kviknaði í bíl í Vatnsmýrinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Umræddur bíll í Vatnsmýrinni á öðrum tímanum í dag.
Umræddur bíll í Vatnsmýrinni á öðrum tímanum í dag. Kristján Hjálmarsson
Ökumaður bíls í miðbænum varð var við það á öðrum tímanum í dag að bíllinn hans væri að hegða sér óeðlilega. Hann ók sem leið lá inn á bílastæðið við N1 við Njarðargötu en kviknað hafði í bíl hans.Einn mannaður slökkviliðsbíll var sendur á vettvang og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Vaktstjóri hjá slökkviliðinu segir í samtali við Vísi að einhverjar tæknilegar bilanir orsaki oftar en ekki að eldur kvikni í bílum. Hvað nákvæmlega hafi átt sér stað í þessu tilfelli liggi ekki fyrir.Hann telur enga sérstaka hættu hafa verið á ferðum. Bílstjórinn hafi komið sér út úr bílnum við fyrsta tækifæri.

 

Einn slökkviliðsbíll var sendur á vettvang.Kristján Hjálmarsson

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.