Innlent

Kviknaði í bíl í Vatnsmýrinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Umræddur bíll í Vatnsmýrinni á öðrum tímanum í dag.
Umræddur bíll í Vatnsmýrinni á öðrum tímanum í dag. Kristján Hjálmarsson

Ökumaður bíls í miðbænum varð var við það á öðrum tímanum í dag að bíllinn hans væri að hegða sér óeðlilega. Hann ók sem leið lá inn á bílastæðið við N1 við Njarðargötu en kviknað hafði í bíl hans.

Einn mannaður slökkviliðsbíll var sendur á vettvang og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Vaktstjóri hjá slökkviliðinu segir í samtali við Vísi að einhverjar tæknilegar bilanir orsaki oftar en ekki að eldur kvikni í bílum. Hvað nákvæmlega hafi átt sér stað í þessu tilfelli liggi ekki fyrir.

Hann telur enga sérstaka hættu hafa verið á ferðum. Bílstjórinn hafi komið sér út úr bílnum við fyrsta tækifæri.
 

Einn slökkviliðsbíll var sendur á vettvang. Kristján Hjálmarsson


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.