Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar
Íslenskum dreng hefur tvisvar verið synjað um barnatryggingu hjá Verði af því að hann er of þungur. Tvö af fjórum tryggingafélögum hér á landi synja umsókn ef börn fara yfir ákveðið viðmið í þyngd, en nánar verður fjallað um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.Í fréttatímanum fylgjumst við líka með umræðum á þingi vegna brottvísunar barnshafandi konu frá Íslandi í fyrrinótt og verðum í beinni útsendingu frá opnunarpartýi tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves.Loks hittum við hjónin Veigar og Sirrý sem liggja nú saman á spítala, eftir að Veigar gaf konu sinni nýra. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö klukkan 18.30.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.