Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar

Íslenskum dreng hefur tvisvar verið synjað um barnatryggingu hjá Verði af því að hann er of þungur. Tvö af fjórum tryggingafélögum hér á landi synja umsókn ef börn fara yfir ákveðið viðmið í þyngd, en nánar verður fjallað um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Í fréttatímanum fylgjumst við líka með umræðum á þingi vegna brottvísunar barnshafandi konu frá Íslandi í fyrrinótt og verðum í beinni útsendingu frá opnunarpartýi tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves.

Loks hittum við hjónin Veigar og Sirrý sem liggja nú saman á spítala, eftir að Veigar gaf konu sinni nýra. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö klukkan 18.30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.