Ákveðið að heilsugæslustöðvar á Akureyri verði tvær Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2019 10:56 Heilsugæslan á Akureyri er í gömlu húsnæði. Fréttablaðið/Auðunn Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að við endurnýjun húsnæðis fyrir heilsugæsluþjónustu á Akureyri verði gert ráð fyrir tveimur starfsstöðvum heilsugæslu í bænum, fremur en einni líkt og nú er.Á vef Stjórnarráðsins segir að þetta sé í samræmi við vilja stjórnenda Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og tillögu ráðgjafafyrirtækis sem vann skýrslu um húsnæði heilsugæslunnar á Akureyri fyrir stofnunina í lok síðasta árs. Miðað er við að auglýst verði eftir húsnæði fyrir stöðvarnar tvær í byrjun næsta árs. Heilsugæslan á Akureyri er rekin í gömlu húsnæði í Hafnarstræti sem þykir ófullnægjandi og ekki standast nútímakröfur, hvorki varðandi aðgengi né aðbúnað starfsfólks eða notenda þjónustunnar. Þannig er aðkoman að heilsugæslunni annars vegar frá Göngugötunni svokölluðu í miðbæ Akureyrar eða frá Gilsbakkaveg og Oddagötu, tveimur bröttum götum sem geta verið illfærar á veturna vegna hálku. Rétt rúmlega tuttugu þúsund manns eru skráðir á stöðina og eru það umtalsvert fleiri einstaklingar en að jafnaði eru skráðir við heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu, að því er segir á vef Stjórnarráðsins. „Það er löngu tímabært að færa heilsugæsluþjónustuna á Akureyri í fullnægjandi húsnæði. Stjórnvöld leggja áherslu á að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað fólks í heilbrigðiskerfinu þar sem aðgengi er gott og þjónustan þverfagleg. Aðlaðandi starfsumhverfi sem mætir vel þörfum starfsfólks og notenda skiptir máli í því samhengi,“ er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, á vef Stjórnarráðsins. Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bíða í allt að mánuð eftir tíma hjá heimilislækni á Akureyri Íbúar á Akureyri þurfa að bíða í allt að fjórar vikur eftir því að komast að hjá sínum heimilislækni. 27. ágúst 2019 06:45 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að við endurnýjun húsnæðis fyrir heilsugæsluþjónustu á Akureyri verði gert ráð fyrir tveimur starfsstöðvum heilsugæslu í bænum, fremur en einni líkt og nú er.Á vef Stjórnarráðsins segir að þetta sé í samræmi við vilja stjórnenda Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og tillögu ráðgjafafyrirtækis sem vann skýrslu um húsnæði heilsugæslunnar á Akureyri fyrir stofnunina í lok síðasta árs. Miðað er við að auglýst verði eftir húsnæði fyrir stöðvarnar tvær í byrjun næsta árs. Heilsugæslan á Akureyri er rekin í gömlu húsnæði í Hafnarstræti sem þykir ófullnægjandi og ekki standast nútímakröfur, hvorki varðandi aðgengi né aðbúnað starfsfólks eða notenda þjónustunnar. Þannig er aðkoman að heilsugæslunni annars vegar frá Göngugötunni svokölluðu í miðbæ Akureyrar eða frá Gilsbakkaveg og Oddagötu, tveimur bröttum götum sem geta verið illfærar á veturna vegna hálku. Rétt rúmlega tuttugu þúsund manns eru skráðir á stöðina og eru það umtalsvert fleiri einstaklingar en að jafnaði eru skráðir við heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu, að því er segir á vef Stjórnarráðsins. „Það er löngu tímabært að færa heilsugæsluþjónustuna á Akureyri í fullnægjandi húsnæði. Stjórnvöld leggja áherslu á að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað fólks í heilbrigðiskerfinu þar sem aðgengi er gott og þjónustan þverfagleg. Aðlaðandi starfsumhverfi sem mætir vel þörfum starfsfólks og notenda skiptir máli í því samhengi,“ er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, á vef Stjórnarráðsins.
Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bíða í allt að mánuð eftir tíma hjá heimilislækni á Akureyri Íbúar á Akureyri þurfa að bíða í allt að fjórar vikur eftir því að komast að hjá sínum heimilislækni. 27. ágúst 2019 06:45 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Bíða í allt að mánuð eftir tíma hjá heimilislækni á Akureyri Íbúar á Akureyri þurfa að bíða í allt að fjórar vikur eftir því að komast að hjá sínum heimilislækni. 27. ágúst 2019 06:45