Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Greint verður frá því í kvöldfréttum að Reykjavíkurborg mun taka við heimahjúkrun langveikra barna á höfuðborgarsvæðinu um næstu mánaðamót. Ekki var samið við núverandi þjónustuaðila.

Við heyrum einnig frá heilbrigðisráðherra sem segir sykurskatt vera einn besta hvata sem hægt sé að nota til að hjálpa fólki að velja hollan mat en það ásamt heilsueflingu og geðrækt á öllum skólastigum væri góð leið til þess að stemma stigum við offitu.

Þá segjum við frá því að undanfarin misseri hefur orðið viðsnúningur í uppruna þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi. Allar umsóknir sem afgreiddar hafi verið frá Venesúela á árinu hafa verið samþykktar.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá Hagaskóla þar sem góðgerðardagur er haldinn í dag.

Þetta og meira til í kvöldfréttum, á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×