Innlent

Kraftmeiri stormur í kortunum á sunnudag

Kristín Ólafsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa
Búast má við stormi um mestallt land á sunnudag.
Búast má við stormi um mestallt land á sunnudag. Vísir/vilhelm
Það brestur á með suðaustanstormi um landið suðvestanvert og á miðhálendinu í dag. Gul veðurviðvörun hefur verið virkjuð á allstóru svæði en kraftmeiri stormur er þó í kortunum fyrir sunnudag.Gul veðurviðvörun er í gildi fyrir landið suðvestanvert, Faxaflóasvæðið og miðhálendið í dag.„Það er vaxandi suðaustanátt hjá okkur og gular viðvaranir á Suðurlandi og Faxaflóa, einnig á höfuðborgarsvæðinu og á miðhálendinu. Það er hvassast undir Eyjafjöllum á Kjalarnesi og Hafnarfjalli og svo verður einnig mjög hvasst við fjöll á suðvestanverðu hálendinu. Þetta tekur gildi núna upp úr hádeginu og er alveg til fyrramáls,“ segir Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.Útlit er fyrir að bæti jafnt og þétt í vind í dag og verður orðið bálhvasst í kvöld.„Það bætir í vind en er mismunandi hvenær er hvassast. Til dæmis verður hvassast á Kjalarnesi um miðja nótt og einnig undir Hafnarfjalli og í Borgarnesi en svo lægir nokkuð rösklega seint í nótt og snemma í fyrramálið.“Helga segir að gott sé að binda niður lausamuni og fara að öllu með gát. Á laugardag er óhætt að segja að verði stund milli stríða því á sunnudag tekur að hvessa á ný.„Þá er aftur vaxandi vindur hjá okkur og það verður jafnvel meiri veðurhæð heldur er í dag og má búast við stormi um mestallt land. Fólk ætti að fylgjast vel með veðurspánni fyrir sunnudag.“

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.