Reyndi að bæta við eftirrit símtals Trump og Zelensky Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2019 09:24 Alexander S. Vindman, undirofursti og starfsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna. Alexander S. Vindman, undirofursti og starfsmaður þjóðaröryggisráðs Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, reyndi að bæta við upplýsingum í gróft eftirrit símtals Trump og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, en með takmörkuðum árangri. Vindman sagði þingmönnum í gær að honum hafi verið svo brugðið yfir framferði Trump gagnvart Úkraínu að hann hafi gert lögfræðingum þjóðaröryggisráðsins viðvart í tvígang. Vindman bar vitni fyrir þremur þingnefndum fulltrúadeildarinnar í gær vegna rannsóknar Demókrata á mögulegum embættisbrotum forsetans. Rannsóknin snýr sérstaklega að símtali Trump og Zelensky þar sem sá bandaríski hvatti hinn til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og er Trump sakaður um að nýta utanríkisstefnu Bandaríkjanna í pólitískum tilgangi. Við yfirheyrsluna í gær sagði ofurstinn, samkvæmt heimildarmönnum New York Times, að mikilvægum upplýsingum hefði verið sleppt í eftirritinu. Annars vegar því að Trump hafi sagt við Zelensky að til væru upptökur af Joe Biden ræða spillingu í Úkraínu og hins vegar að Zelensky hafi sérstaklega nefnt Burisma Holdings, orkufyrirtæki sem sonur Joe Biden, Hunter, var í stjórn hjá.Lítið til í ásökunum Trump og bandamenn hans hafa þrýst á yfirvöld Úkraínu og krafist þess að opnuð verði rannsókn þar í landi sem snýr að ásökunum um að Biden hafi sýnt spillingu gagnvart Úkraínu þegar hann var varaforseti Barack Obama, með því að þrýsta á Úkraínumenn að reka Viktor Shokin, ríkissaksóknara, sem átti að vera að rannsaka Hunter Biden. Ríkisstjórnir nokkurra ríkja og forsvarsmenn stofnanna sem aðstoðuðu Úkraínu á þessum tíma með fjárveitingum og öðrum hætti vildu Shokin burt. Biden hafði farið til Úkraínu í desember 2015 og í ræðu á þingi landsins kallaði hann eftir brottrekstri Shokin. Honum var vikið úr starfi í mars 2016 með miklum meirihluta á þingi Úkraínu. Trump liðar hafa sakað Biden um að þvinga Shokin úr embætti með því markmiði að verja son sinn, Hunter Biden, sem þá var í stjórn úkraínska orkufyrirtækisins Burisma Holdings. Nokkrum árum áður hafði verið opnuð rannsókn á mögulegu fjárþvætti eiganda fyrirtækisins. Það eru engar vísbendingar um að Joe Biden, né Hunter, hafi gert nokkuð saknæmt og ekki er víst hvort að Hunter hafi yfir höfuð verið til rannsóknar. Biden var að framfylgja utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem sendiboði Barack Obama, þáverandi forseta Bandaríkjanna, yfir margra mánaða skeið. Þá segja embættismenn í Úkraínu að rannsóknin gagnvart Burkima hafi verið stöðvuð af Shokin sjálfum, áður en Biden fór að kalla eftir brottrekstri hans.Erindrekar bera vitni í dag Vindman gat ekki sagt til um af hverju tillögum hans um viðbætur við eftirritið hefðu ekki verið samþykktar. Líklega mun vitnisburður hans þó leiða til frekari spurninga um hvernig farið var með upplýsingar og gögn um símtalið, sem færð voru á vefþjón sem geymir iðulega leynileg gögn. Sérstaklega hvað varðar þrípunkta í skjalinu, sem leiddu til vangaveltna um að upplýsingar hefðu verið fjarlægðar úr eftirritinu.Sjá einnig: Óvissa um eftirrit af símtali Trump og ZelenskyVindman er fyrsti núverandi starfsmaður Hvíta hússins sem ber vitni í rannsókn þingsins. Það gerði hann þrátt fyrir að Hvíta húsið reyndi að koma í veg fyrir að hann kæmi fyrir nefndirnar og takmarka hvað hann gæti lagt fyrir þær. Frá því að ljóst varð að Vindman myndi bera vitni hefur hann sætt hörðum árásum bandamanna Trump í hægrisinnuðum fjölmiðlum og jafnvel verið sakaður um að vera njósnari.Sjá einnig: Bandamenn Trump ráðast á vitni vegna uppruna þessTveir bandarískir erindrekar munu í dag bera vitni fyrir þingnefndunum þremur. Þar munu þeir, samkvæmt frétt Washington Post, lýsa því hvernig Trump hafi lýst slæmri skoðun sinni á Úkraínu sem sé ekki í takt við embættismenn í Hvíta húsinu og Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, sem líta á stuðning við Úkraínu sem mikilvægan til að berjast gegn aðskilnaðarsinnum, sem studdir eru af Rússlandi, í austurhluta Úkraínu.Annar þeirra , Christopher Anderson, mun meðal annars segja frá því að viðleitni innan Utanríkisráðuneytisins til að aðstoða eða styðja Úkraínu hafi reglulega verið stöðvuð af starfsmönnum Hvíta hússins. Þar á meðal vegna atviks þar sem Rússar hertóku úkraínsk herskip í fyrra. Að starfsmenn Hvíta hússins hafi komið í veg fyrir birtingu yfirlýsingar þar sem aðgerðir Rússa voru fordæmdar. Catherine Croft, sem kom að málefnum Úkraínu í Hvíta húsinu, mun segja frá því að hún hafi heyrt Trump sjálfan tala illa um Úkraínu og segja ríkið vera spillt. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sagði þingnefnd að Trump hefði gert „kaup kaups“ við Úkraínu Framburður sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB virðist grafa undan málsvörn Trump forseta um samskipti hans við úkraínsk stjórnvöld. 27. október 2019 17:48 Bandamenn Trump ráðast á vitni vegna uppruna þess Starfsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna var sakaður um að vera njósnari og mögulega óþjóðrækinn í hægrisinnuðum fjölmiðlum eftir að hann bar vitni sem kom Trump forseta illa. 29. október 2019 23:00 Núverandi starfsmaður Hvíta hússins ber vitni Offurstinn Alexander Vindman, sem situr í þjóðaröryggisráði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, lýsti tvisvar sinnum yfir áhyggjum vegna viðleitni ríkisstjórnar Trump og utanaðkomandi aðila sem tengjast Trump til að fá yfirvöld Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing forsetans. 29. október 2019 07:43 Greiða atkvæði í þinginu um rannsókn Demókrata Greidd verða atkvæði um rannsókn Demókrata á hugsanlegum embættisbrotum Donald Trump í samskiptum sínum við úkraínsk stjórnvöld fyrr á árinu í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í vikunni. 28. október 2019 21:56 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Alexander S. Vindman, undirofursti og starfsmaður þjóðaröryggisráðs Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, reyndi að bæta við upplýsingum í gróft eftirrit símtals Trump og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, en með takmörkuðum árangri. Vindman sagði þingmönnum í gær að honum hafi verið svo brugðið yfir framferði Trump gagnvart Úkraínu að hann hafi gert lögfræðingum þjóðaröryggisráðsins viðvart í tvígang. Vindman bar vitni fyrir þremur þingnefndum fulltrúadeildarinnar í gær vegna rannsóknar Demókrata á mögulegum embættisbrotum forsetans. Rannsóknin snýr sérstaklega að símtali Trump og Zelensky þar sem sá bandaríski hvatti hinn til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og er Trump sakaður um að nýta utanríkisstefnu Bandaríkjanna í pólitískum tilgangi. Við yfirheyrsluna í gær sagði ofurstinn, samkvæmt heimildarmönnum New York Times, að mikilvægum upplýsingum hefði verið sleppt í eftirritinu. Annars vegar því að Trump hafi sagt við Zelensky að til væru upptökur af Joe Biden ræða spillingu í Úkraínu og hins vegar að Zelensky hafi sérstaklega nefnt Burisma Holdings, orkufyrirtæki sem sonur Joe Biden, Hunter, var í stjórn hjá.Lítið til í ásökunum Trump og bandamenn hans hafa þrýst á yfirvöld Úkraínu og krafist þess að opnuð verði rannsókn þar í landi sem snýr að ásökunum um að Biden hafi sýnt spillingu gagnvart Úkraínu þegar hann var varaforseti Barack Obama, með því að þrýsta á Úkraínumenn að reka Viktor Shokin, ríkissaksóknara, sem átti að vera að rannsaka Hunter Biden. Ríkisstjórnir nokkurra ríkja og forsvarsmenn stofnanna sem aðstoðuðu Úkraínu á þessum tíma með fjárveitingum og öðrum hætti vildu Shokin burt. Biden hafði farið til Úkraínu í desember 2015 og í ræðu á þingi landsins kallaði hann eftir brottrekstri Shokin. Honum var vikið úr starfi í mars 2016 með miklum meirihluta á þingi Úkraínu. Trump liðar hafa sakað Biden um að þvinga Shokin úr embætti með því markmiði að verja son sinn, Hunter Biden, sem þá var í stjórn úkraínska orkufyrirtækisins Burisma Holdings. Nokkrum árum áður hafði verið opnuð rannsókn á mögulegu fjárþvætti eiganda fyrirtækisins. Það eru engar vísbendingar um að Joe Biden, né Hunter, hafi gert nokkuð saknæmt og ekki er víst hvort að Hunter hafi yfir höfuð verið til rannsóknar. Biden var að framfylgja utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem sendiboði Barack Obama, þáverandi forseta Bandaríkjanna, yfir margra mánaða skeið. Þá segja embættismenn í Úkraínu að rannsóknin gagnvart Burkima hafi verið stöðvuð af Shokin sjálfum, áður en Biden fór að kalla eftir brottrekstri hans.Erindrekar bera vitni í dag Vindman gat ekki sagt til um af hverju tillögum hans um viðbætur við eftirritið hefðu ekki verið samþykktar. Líklega mun vitnisburður hans þó leiða til frekari spurninga um hvernig farið var með upplýsingar og gögn um símtalið, sem færð voru á vefþjón sem geymir iðulega leynileg gögn. Sérstaklega hvað varðar þrípunkta í skjalinu, sem leiddu til vangaveltna um að upplýsingar hefðu verið fjarlægðar úr eftirritinu.Sjá einnig: Óvissa um eftirrit af símtali Trump og ZelenskyVindman er fyrsti núverandi starfsmaður Hvíta hússins sem ber vitni í rannsókn þingsins. Það gerði hann þrátt fyrir að Hvíta húsið reyndi að koma í veg fyrir að hann kæmi fyrir nefndirnar og takmarka hvað hann gæti lagt fyrir þær. Frá því að ljóst varð að Vindman myndi bera vitni hefur hann sætt hörðum árásum bandamanna Trump í hægrisinnuðum fjölmiðlum og jafnvel verið sakaður um að vera njósnari.Sjá einnig: Bandamenn Trump ráðast á vitni vegna uppruna þessTveir bandarískir erindrekar munu í dag bera vitni fyrir þingnefndunum þremur. Þar munu þeir, samkvæmt frétt Washington Post, lýsa því hvernig Trump hafi lýst slæmri skoðun sinni á Úkraínu sem sé ekki í takt við embættismenn í Hvíta húsinu og Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, sem líta á stuðning við Úkraínu sem mikilvægan til að berjast gegn aðskilnaðarsinnum, sem studdir eru af Rússlandi, í austurhluta Úkraínu.Annar þeirra , Christopher Anderson, mun meðal annars segja frá því að viðleitni innan Utanríkisráðuneytisins til að aðstoða eða styðja Úkraínu hafi reglulega verið stöðvuð af starfsmönnum Hvíta hússins. Þar á meðal vegna atviks þar sem Rússar hertóku úkraínsk herskip í fyrra. Að starfsmenn Hvíta hússins hafi komið í veg fyrir birtingu yfirlýsingar þar sem aðgerðir Rússa voru fordæmdar. Catherine Croft, sem kom að málefnum Úkraínu í Hvíta húsinu, mun segja frá því að hún hafi heyrt Trump sjálfan tala illa um Úkraínu og segja ríkið vera spillt.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sagði þingnefnd að Trump hefði gert „kaup kaups“ við Úkraínu Framburður sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB virðist grafa undan málsvörn Trump forseta um samskipti hans við úkraínsk stjórnvöld. 27. október 2019 17:48 Bandamenn Trump ráðast á vitni vegna uppruna þess Starfsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna var sakaður um að vera njósnari og mögulega óþjóðrækinn í hægrisinnuðum fjölmiðlum eftir að hann bar vitni sem kom Trump forseta illa. 29. október 2019 23:00 Núverandi starfsmaður Hvíta hússins ber vitni Offurstinn Alexander Vindman, sem situr í þjóðaröryggisráði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, lýsti tvisvar sinnum yfir áhyggjum vegna viðleitni ríkisstjórnar Trump og utanaðkomandi aðila sem tengjast Trump til að fá yfirvöld Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing forsetans. 29. október 2019 07:43 Greiða atkvæði í þinginu um rannsókn Demókrata Greidd verða atkvæði um rannsókn Demókrata á hugsanlegum embættisbrotum Donald Trump í samskiptum sínum við úkraínsk stjórnvöld fyrr á árinu í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í vikunni. 28. október 2019 21:56 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Sagði þingnefnd að Trump hefði gert „kaup kaups“ við Úkraínu Framburður sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB virðist grafa undan málsvörn Trump forseta um samskipti hans við úkraínsk stjórnvöld. 27. október 2019 17:48
Bandamenn Trump ráðast á vitni vegna uppruna þess Starfsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna var sakaður um að vera njósnari og mögulega óþjóðrækinn í hægrisinnuðum fjölmiðlum eftir að hann bar vitni sem kom Trump forseta illa. 29. október 2019 23:00
Núverandi starfsmaður Hvíta hússins ber vitni Offurstinn Alexander Vindman, sem situr í þjóðaröryggisráði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, lýsti tvisvar sinnum yfir áhyggjum vegna viðleitni ríkisstjórnar Trump og utanaðkomandi aðila sem tengjast Trump til að fá yfirvöld Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing forsetans. 29. október 2019 07:43
Greiða atkvæði í þinginu um rannsókn Demókrata Greidd verða atkvæði um rannsókn Demókrata á hugsanlegum embættisbrotum Donald Trump í samskiptum sínum við úkraínsk stjórnvöld fyrr á árinu í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í vikunni. 28. október 2019 21:56